Feðgar létu lífið þegar þeir reyndu að bjarga manni sem hafði borist með sjóstraumnum að skerunum Twelve Apostles fyrir utan suðurströnd Ástralíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Bátnum, sem feðgarnir Ross Powel, 71 árs, og sonur hans Andrew, 32 ára, hvolfdi þegar þeir reyndu að teygja sig eftir manninum sem var strandaður á skerjunum.
Ferðamaðurinn sem strandaði var hífður upp í björgunarþyrlu ásamt öðrum manni sem hafði verið á bátnum með Powel feðgum.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, þakkaði feðgunum í ávarpi og sendi fjölskyldum þeirra og vinum samúðarkveðjur.
Mennirnir voru meðlimir félags í strandbænum Port Campbell, sem annaðist björgunaraðgerðir fyrir brimbrettafólk.
