Beita þjóðir refsiaðgerðum sem kaupa olíu af Íran Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2019 15:31 Bandaríkin endurvöktu refsiaðgerðir gegn Íran í nóvember. Getty/Staton R. Winter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni. Bandaríkin Íran Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni.
Bandaríkin Íran Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira