Allt annað líf eftir aðgerðina Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2019 10:30 Guðbjörg er öll að koma til eftir að gengist undir aðgerð á hasin. vísir/getty Fótbolti Fyrir um það bil hálfu ári lauk Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, keppnistímabilinu í Svíþjóð með liði sínu Djurgården. Guðbjörg var sárþjáð í hásin og hafði nýverið farið úr axlarlið þegar tímabilinu lauk. Ljóst var að hún þyrfti að fara í aðgerð á hásin ætlaði hún að halda knattspyrnuferli sínum áfram og geta sinnt daglegum athöfnum án þess að vera með sáran verk. Nú hálfu ári síðar hefur aðgerð, mikil vinna hennar og endurhæfing með hæfu sjúkrateymi orðið til þess að henni líður mun betur líkamlega. Næsta verkefni er að vinna sér sæti í byrjunarliði Djurgården á nýjan leik. „Staðan var bara þannig að það var annaðhvort að fara í aðgerð á hásininni eða hætta í fótbolta. Fyrst var það þannig að verkurinn hamlaði því að ég gæti hlaupið eðlilega og fótavinnan var orðin brengluð. Undir lok síðasta tímabils var það þannig að mig sárverkjaði bara við það að labba. Það bætti svo ekki úr skák að hafa farið úr axlarlið,“ segir Guðbjörg um aðdraganda þess að hún fór í aðgerð í lok október á síðasta ári. „Eftir að hafa farið í aðgerðina tók við langt og strangt endurhæfingarferli og ég ákvað að leita um leið til sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í axlarmeiðslum markvarða. Hún tók í rauninni bara allan líkamann í gegn og ég fór að gera æfingar sem ég hef ekki gert áður og hafa gert mér mjög gott. Ég er algerlega meiðslalaus núna eftir að hafa í raun spilað meidd og komið mér í gegnum það með sterasprautum og verkjalyfjum í ár áður en ég fór í aðgerðina,“ segir hún um bataferlið. „Ég spilaði leik með varaliðinu í vikunni og fann ekkert fyrir meiðslum þrátt fyrir að spilformið væri að sjálfsögðu ekki gott. Ég hefði alveg getað spilað í fyrstu umferðinni um síðustu helgi en þjálfarateymið ákvað að hvíla mig aðeins lengur. Svo hefur bandarískur markvörður sem leyst hefur mig af hólmi bara leikið mjög vel þannig að ég skil það vel að það sé erfitt að hrófla við byrjunarliðinu þegar hlutirnir hafa gengið vel,“ segir þessi margreyndi markvörður um stöðu mála þessa stundina en hún sat allan tímann á varamannabekk Djurgården þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Piteå í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er hins vegar mjög erfitt að bíða þolinmóð eftir að hafa verið fjarverandi svona lengi, ég viðurkenni það alveg. Nú þarf ég hins vegar bara að æfa vel og sýna það og sanna að ég á heima í byrjunarliðinu. Mér finnst ég persónulega eiga heima í byrjunarliðinu í þessu liði en það er ekki nóg að mér finnist það, ég þarf að sýna það í verki sömuleiðis. Ég geri mér vonir um að vera í markinu þegar við mætum Linköping í deildinni á mánudaginn kemur,“ segir Guðbjörg enn fremur um stöðu sína. Tímabilið í fyrra olli Djurgården töluverðum vonbrigðum og var gengi liðsins talsvert undir væntingum. Liðið lenti í áttunda sæti deildarinnar og var þegar upp var staðið einungis þremur stigum frá fallsæti. Guðbjörg segir að sú niðurstaða hafi ekki endurspeglað styrk liðsins. „Við erum með lið sem getur unnið öll lið þegar við spilum af eðlilegri getu. Það sem háir okkur hins vegar er að það hefur verið mikil velta á leikmannahópnum þau fjögur ár sem ég hef verið hér. Það eru tíu leikmenn að koma og fara á hverju ári og sárafáir leikmenn sem eru hér enn síðan ég gekk til liðs við félagið. Nú hefur það bæst við að tveir lykilleikmenn í varnarlínunni slitu krossbönd í upphafi leiktíðar. Við höfum fyllt þau skörð með leikmönnum sem eru að koma nýir til liðsins. Það tekur tíma að slípa það til en við eigum að geta gert betur en á síðasta tímabili ef við náum upp liðsheild og spilum eins vel og hæfileikar leikmanna liðsins segja til um,“ segir hún um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Fótbolti Fyrir um það bil hálfu ári lauk Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, keppnistímabilinu í Svíþjóð með liði sínu Djurgården. Guðbjörg var sárþjáð í hásin og hafði nýverið farið úr axlarlið þegar tímabilinu lauk. Ljóst var að hún þyrfti að fara í aðgerð á hásin ætlaði hún að halda knattspyrnuferli sínum áfram og geta sinnt daglegum athöfnum án þess að vera með sáran verk. Nú hálfu ári síðar hefur aðgerð, mikil vinna hennar og endurhæfing með hæfu sjúkrateymi orðið til þess að henni líður mun betur líkamlega. Næsta verkefni er að vinna sér sæti í byrjunarliði Djurgården á nýjan leik. „Staðan var bara þannig að það var annaðhvort að fara í aðgerð á hásininni eða hætta í fótbolta. Fyrst var það þannig að verkurinn hamlaði því að ég gæti hlaupið eðlilega og fótavinnan var orðin brengluð. Undir lok síðasta tímabils var það þannig að mig sárverkjaði bara við það að labba. Það bætti svo ekki úr skák að hafa farið úr axlarlið,“ segir Guðbjörg um aðdraganda þess að hún fór í aðgerð í lok október á síðasta ári. „Eftir að hafa farið í aðgerðina tók við langt og strangt endurhæfingarferli og ég ákvað að leita um leið til sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í axlarmeiðslum markvarða. Hún tók í rauninni bara allan líkamann í gegn og ég fór að gera æfingar sem ég hef ekki gert áður og hafa gert mér mjög gott. Ég er algerlega meiðslalaus núna eftir að hafa í raun spilað meidd og komið mér í gegnum það með sterasprautum og verkjalyfjum í ár áður en ég fór í aðgerðina,“ segir hún um bataferlið. „Ég spilaði leik með varaliðinu í vikunni og fann ekkert fyrir meiðslum þrátt fyrir að spilformið væri að sjálfsögðu ekki gott. Ég hefði alveg getað spilað í fyrstu umferðinni um síðustu helgi en þjálfarateymið ákvað að hvíla mig aðeins lengur. Svo hefur bandarískur markvörður sem leyst hefur mig af hólmi bara leikið mjög vel þannig að ég skil það vel að það sé erfitt að hrófla við byrjunarliðinu þegar hlutirnir hafa gengið vel,“ segir þessi margreyndi markvörður um stöðu mála þessa stundina en hún sat allan tímann á varamannabekk Djurgården þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Piteå í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er hins vegar mjög erfitt að bíða þolinmóð eftir að hafa verið fjarverandi svona lengi, ég viðurkenni það alveg. Nú þarf ég hins vegar bara að æfa vel og sýna það og sanna að ég á heima í byrjunarliðinu. Mér finnst ég persónulega eiga heima í byrjunarliðinu í þessu liði en það er ekki nóg að mér finnist það, ég þarf að sýna það í verki sömuleiðis. Ég geri mér vonir um að vera í markinu þegar við mætum Linköping í deildinni á mánudaginn kemur,“ segir Guðbjörg enn fremur um stöðu sína. Tímabilið í fyrra olli Djurgården töluverðum vonbrigðum og var gengi liðsins talsvert undir væntingum. Liðið lenti í áttunda sæti deildarinnar og var þegar upp var staðið einungis þremur stigum frá fallsæti. Guðbjörg segir að sú niðurstaða hafi ekki endurspeglað styrk liðsins. „Við erum með lið sem getur unnið öll lið þegar við spilum af eðlilegri getu. Það sem háir okkur hins vegar er að það hefur verið mikil velta á leikmannahópnum þau fjögur ár sem ég hef verið hér. Það eru tíu leikmenn að koma og fara á hverju ári og sárafáir leikmenn sem eru hér enn síðan ég gekk til liðs við félagið. Nú hefur það bæst við að tveir lykilleikmenn í varnarlínunni slitu krossbönd í upphafi leiktíðar. Við höfum fyllt þau skörð með leikmönnum sem eru að koma nýir til liðsins. Það tekur tíma að slípa það til en við eigum að geta gert betur en á síðasta tímabili ef við náum upp liðsheild og spilum eins vel og hæfileikar leikmanna liðsins segja til um,“ segir hún um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira