Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 15:44 Mótmælendur í átökum við öryggissveitir Nicolas Maduro. AP/Fernando Llano Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira