Samhengislaust stjórnarráð, aftur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 9. maí 2019 07:00 Í um tvo áratugi hef ég fjallað töluvert um þróun byggðarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Gamli bærinn í höfuðborg Íslands er ekki stór en hann var engu að síður merkilegur. Það voru ekki hallir eða önnur glæsileg stórhýsi sem gerðu miðbæ Reykjavíkur merkilegan. Það voru þvert á móti litlu húsin, marglitu bárujárnshúsin og önnur fíngerð timburhús, íslenska steinsteypuklassíkin og hús eins og Stjórnarráðið. Stjórnarráðið vekur einmitt athygli fyrir hversu lítil og hófstillt byggingin er, þrátt fyrir hlutverkið og hina merku sögu.Virðingarleysi við söguna Í ljósi þess hvað miðbær Reykjavíkur er lítill og fíngerður, og byggir sérstöðu sína á því fremur en öðru, hefur borgin haft meiri þörf fyrir að vernda byggðina en nokkur önnur evrópsk höfuðborg. Það er því undarlegt og oft á tíðum sorglegt hversu verndunarsjónarmið hafa átt erfitt uppdráttar í borginni. Vakning hófst fyrir nærri 50 árum þegar hópur fólks stóð vörð um Bernhöftstorfuna þegar til stóð að rífa byggingarnar sem þar standa og reisa í staðinn nýja stjórnarráðsbyggingu. Síðan þá hefur við og við verið litið til sjónarmiða verndunar án þess að þau hafi fest sig í sessi eins og í öðrum löndum. Síðast varð vakning í þessum málum snemma á þessari öld. Þensla þess tíma hafði getið af sér umfangsmikil áform um að „byggja yfir“ gamla bæinn. Þau áform vöktu marga til umhugsunar og ég taldi að Reykjavík myndi loksins taka upp stefnu eins og þá sem ráðið hafði för annars staðar í Evrópu í hálfa öld. Svo kom bankahrunið og bjargaði hluta byggðarinnar, um sinn. Ekki leið þó á löngu áður en rúmmetravæðingin náði nýjum hæðum í formi stáls, steinsteypu og glers. Upp við elstu byggð Reykjavíkur og skáhallt á móti Stjórnarráðinu og Bernhöftstorfunni hefur farið fram einhver umfangsmesta uppbygging miðbæjarins. Á sínum tíma hafði mér tekist að fá fram endurskoðun þeirra áforma með það að markmiði að framkvæmdirnar féllu betur að umhverfinu. Ekki mátti þó bregða sér af bæ án þess að allt færi í fyrra horf. Hið litla stjórnarráð er nú komið í annað og nýtt samhengi sem er síður en svo til þess fallið að undirstrika hinn lágstemmda mikilfengleika þess.Vinningstillagan.Ný stjórnarráðsbygging Þegar ég var í forsætisráðuneytinu var aftur farið að skoða hugmyndir um viðbyggingu við Stjórnarráðið. Ráðuneytið komast ekki allt fyrir í gamla húsinu og útlit var fyrir að það missti skrifstofur sínar í næstu húsum vegna hótelvæðingar miðbæjarins. Þörfin bauð þannig upp á tækifæri til að fegra bakgrunn hinnar sögufrægu byggingar og skapa sterka heild. Nú hefur fjölgað mikið í ráðuneytinu á skömmum tíma og búið er að halda samkeppni um hönnun viðbyggingar. Miðað við niðurstöðurnar virðist ekki hafa verið veitt skýr leiðsögn um til hvers væri ætlast. Vinningstillagan minnir óneitanlega á stjórnarráðsbygginguna sem átti á sínum tíma að rísa í stað gömlu húsanna á næsta reit við gamla stjórnarráðið. Nú á nýbyggingin að standa á bak við þá gömlu en ekki við hliðina á henni og vissulega er um talsvert minni byggingu að ræða. Ég ætla enda ekki að setja út á húsin sem slík (hvorki tillögu ársins 1971 eða 2019) eða að efast um færni hönnuðanna. Það sem ég set út á er að slíkt hús sé byggt á þessum stað í þessum tilgangi. Þeir eru ekki margir staðirnir í Reykjavík þar sem varðveist hefur það sem kallast getur heildstæð gömul götumynd. Þó hafa austurhlið Lækjargötu og Bankastrætið að mestu náð að varðveita söguleg einkenni sín. Sú staðreynd veitir stjórnarráðsbyggingunni nauðsynlegt samhengi og dálítið mótvægi við þróunina vestan lækjarins. Tillagan um nýja stjórnarráðið setur þar strik í reikninginn. Þótt byggingin sé ekki há fer hún ekki fram hjá neinum. Byggingin væri ekki til þess fallin að styrkja merkilegustu heildarmynd bæjarins, þvert á móti. Heildarmynd í hjarta Reykjavíkur sem hefur varðveist vegna sögulegra tilviljana og baráttu liðinna áratuga. Vissulega er lóðin nú óbyggð en í þéttbýli mynda húsin einingu og geta því ekki bara skoðast hvert um sig. Ekki þarf að líta lengra en til Færeyja til að finna meiri virðingu fyrir sögunni en við eigum að venjast í Reykjavík. Stjórnarráðshverfið á Þinganesi í Þórshöfn er heildstæð byggð fallegra gamalla húsa sem mörg hver eru prýdd torfþaki. Hvers vegna ekki að nota tækifærið sem nú gefst til að undirstrika sambærilega kosti í umhverfi Stjórnarráðsins í Reykjavík (hvort sem menn vilja hafa torfþak eða ekki)?Stjórnarráðsbyggingar Færeyja.Laxness og stjórnarráðsbyggingin Þegar baráttan um Torfuna og nýja stjórnarráðsbyggingu stóð sem hæst, árið 1971, ritaði Halldór Laxness grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Brauð Reykjavíkur“. Þar segir skáldið: „Að öllu þessu athuguðu má segja meistaranum nafnlausa sem að ofan getur til hróss, að í staðinn fyrir að hafa forhliðina eintómar rúður, þá hefur hann gert ráð fyrir 44 lángrifum í miðhæðinni á kassa sínum sem hann kallar „nýa stjórnarráðshúsið“; en hætt er við að það dugi honum skamt og muni margur eftir sem áður tauta fyrir munni sér þetta Grettluorð: „og komið þér ekki þeim kassa á mig“. Ýmsir sem reifað hafa gaungumóðir um tískuborgir sem svo eru kallaðar, en það eru þær borgir sem gánga fljótast úr tísku, slíkir pílagrímar munu þess minnugir hver hvíld og hressíng það einatt var að hitta fyrir sér innanum gler og plast og ál fornhýsi með yfirsvip og andblæ liðinna tíða, hlutföll hvílandi í sjálfum sér og húsið alt í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft án þess sólin hafi verið gerð að píslartæki á fólkið. Fyrri menn stóðu á jörðinni og vissu að himinninn var á sínum stað en því eiga menn bágt með að trúa nú á tímum. Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg, og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina.“ Væri ekki ráð að viðbygging við Stjórnarráðshúsið, eitt elsta og sögufrægasta hús landsins, verði ekki tískuhús heldur yfirlætislaust, vinhlýtt og prúðmannlegt og í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft? Þér hefðuð alla vega ekki komið þessum kassa á mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í um tvo áratugi hef ég fjallað töluvert um þróun byggðarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Gamli bærinn í höfuðborg Íslands er ekki stór en hann var engu að síður merkilegur. Það voru ekki hallir eða önnur glæsileg stórhýsi sem gerðu miðbæ Reykjavíkur merkilegan. Það voru þvert á móti litlu húsin, marglitu bárujárnshúsin og önnur fíngerð timburhús, íslenska steinsteypuklassíkin og hús eins og Stjórnarráðið. Stjórnarráðið vekur einmitt athygli fyrir hversu lítil og hófstillt byggingin er, þrátt fyrir hlutverkið og hina merku sögu.Virðingarleysi við söguna Í ljósi þess hvað miðbær Reykjavíkur er lítill og fíngerður, og byggir sérstöðu sína á því fremur en öðru, hefur borgin haft meiri þörf fyrir að vernda byggðina en nokkur önnur evrópsk höfuðborg. Það er því undarlegt og oft á tíðum sorglegt hversu verndunarsjónarmið hafa átt erfitt uppdráttar í borginni. Vakning hófst fyrir nærri 50 árum þegar hópur fólks stóð vörð um Bernhöftstorfuna þegar til stóð að rífa byggingarnar sem þar standa og reisa í staðinn nýja stjórnarráðsbyggingu. Síðan þá hefur við og við verið litið til sjónarmiða verndunar án þess að þau hafi fest sig í sessi eins og í öðrum löndum. Síðast varð vakning í þessum málum snemma á þessari öld. Þensla þess tíma hafði getið af sér umfangsmikil áform um að „byggja yfir“ gamla bæinn. Þau áform vöktu marga til umhugsunar og ég taldi að Reykjavík myndi loksins taka upp stefnu eins og þá sem ráðið hafði för annars staðar í Evrópu í hálfa öld. Svo kom bankahrunið og bjargaði hluta byggðarinnar, um sinn. Ekki leið þó á löngu áður en rúmmetravæðingin náði nýjum hæðum í formi stáls, steinsteypu og glers. Upp við elstu byggð Reykjavíkur og skáhallt á móti Stjórnarráðinu og Bernhöftstorfunni hefur farið fram einhver umfangsmesta uppbygging miðbæjarins. Á sínum tíma hafði mér tekist að fá fram endurskoðun þeirra áforma með það að markmiði að framkvæmdirnar féllu betur að umhverfinu. Ekki mátti þó bregða sér af bæ án þess að allt færi í fyrra horf. Hið litla stjórnarráð er nú komið í annað og nýtt samhengi sem er síður en svo til þess fallið að undirstrika hinn lágstemmda mikilfengleika þess.Vinningstillagan.Ný stjórnarráðsbygging Þegar ég var í forsætisráðuneytinu var aftur farið að skoða hugmyndir um viðbyggingu við Stjórnarráðið. Ráðuneytið komast ekki allt fyrir í gamla húsinu og útlit var fyrir að það missti skrifstofur sínar í næstu húsum vegna hótelvæðingar miðbæjarins. Þörfin bauð þannig upp á tækifæri til að fegra bakgrunn hinnar sögufrægu byggingar og skapa sterka heild. Nú hefur fjölgað mikið í ráðuneytinu á skömmum tíma og búið er að halda samkeppni um hönnun viðbyggingar. Miðað við niðurstöðurnar virðist ekki hafa verið veitt skýr leiðsögn um til hvers væri ætlast. Vinningstillagan minnir óneitanlega á stjórnarráðsbygginguna sem átti á sínum tíma að rísa í stað gömlu húsanna á næsta reit við gamla stjórnarráðið. Nú á nýbyggingin að standa á bak við þá gömlu en ekki við hliðina á henni og vissulega er um talsvert minni byggingu að ræða. Ég ætla enda ekki að setja út á húsin sem slík (hvorki tillögu ársins 1971 eða 2019) eða að efast um færni hönnuðanna. Það sem ég set út á er að slíkt hús sé byggt á þessum stað í þessum tilgangi. Þeir eru ekki margir staðirnir í Reykjavík þar sem varðveist hefur það sem kallast getur heildstæð gömul götumynd. Þó hafa austurhlið Lækjargötu og Bankastrætið að mestu náð að varðveita söguleg einkenni sín. Sú staðreynd veitir stjórnarráðsbyggingunni nauðsynlegt samhengi og dálítið mótvægi við þróunina vestan lækjarins. Tillagan um nýja stjórnarráðið setur þar strik í reikninginn. Þótt byggingin sé ekki há fer hún ekki fram hjá neinum. Byggingin væri ekki til þess fallin að styrkja merkilegustu heildarmynd bæjarins, þvert á móti. Heildarmynd í hjarta Reykjavíkur sem hefur varðveist vegna sögulegra tilviljana og baráttu liðinna áratuga. Vissulega er lóðin nú óbyggð en í þéttbýli mynda húsin einingu og geta því ekki bara skoðast hvert um sig. Ekki þarf að líta lengra en til Færeyja til að finna meiri virðingu fyrir sögunni en við eigum að venjast í Reykjavík. Stjórnarráðshverfið á Þinganesi í Þórshöfn er heildstæð byggð fallegra gamalla húsa sem mörg hver eru prýdd torfþaki. Hvers vegna ekki að nota tækifærið sem nú gefst til að undirstrika sambærilega kosti í umhverfi Stjórnarráðsins í Reykjavík (hvort sem menn vilja hafa torfþak eða ekki)?Stjórnarráðsbyggingar Færeyja.Laxness og stjórnarráðsbyggingin Þegar baráttan um Torfuna og nýja stjórnarráðsbyggingu stóð sem hæst, árið 1971, ritaði Halldór Laxness grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Brauð Reykjavíkur“. Þar segir skáldið: „Að öllu þessu athuguðu má segja meistaranum nafnlausa sem að ofan getur til hróss, að í staðinn fyrir að hafa forhliðina eintómar rúður, þá hefur hann gert ráð fyrir 44 lángrifum í miðhæðinni á kassa sínum sem hann kallar „nýa stjórnarráðshúsið“; en hætt er við að það dugi honum skamt og muni margur eftir sem áður tauta fyrir munni sér þetta Grettluorð: „og komið þér ekki þeim kassa á mig“. Ýmsir sem reifað hafa gaungumóðir um tískuborgir sem svo eru kallaðar, en það eru þær borgir sem gánga fljótast úr tísku, slíkir pílagrímar munu þess minnugir hver hvíld og hressíng það einatt var að hitta fyrir sér innanum gler og plast og ál fornhýsi með yfirsvip og andblæ liðinna tíða, hlutföll hvílandi í sjálfum sér og húsið alt í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft án þess sólin hafi verið gerð að píslartæki á fólkið. Fyrri menn stóðu á jörðinni og vissu að himinninn var á sínum stað en því eiga menn bágt með að trúa nú á tímum. Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg, og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina.“ Væri ekki ráð að viðbygging við Stjórnarráðshúsið, eitt elsta og sögufrægasta hús landsins, verði ekki tískuhús heldur yfirlætislaust, vinhlýtt og prúðmannlegt og í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft? Þér hefðuð alla vega ekki komið þessum kassa á mig.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun