Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 21:39 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. Það hafi hann gert með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar um að afhenda þingmönnum nefndarinnar skýrslu Robert Mueller í heild sinni og án útstrikana auk allra gagna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkslínum þar sem 24 þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með tillögunni og 16 þingmenn Repúblikanaflokksins gegn henni. Tillagan fer fyrir fulltrúadeildina í heild sinni á næstu dögum.Fyrr í dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, krafist trúnaðar um skýrsluna en mikil barátta geisar nú á milli Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Hvíta hússins. Demókratar eru að beita ýmsum leiðum til að rannsaka Trump og ríkisstjórn hans og Hvíta húsið hefur meinað vitnum að ræða við þingmenn og komið í veg fyrir afhendingu gagna.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumJerrold Nadler, formaður dómsmálanefndarinnar, segir viðræður við Dómsmálaráðuneytið ekki hafa skilað árangri og því sé málið aftur komið á byrjunarreit. Hann segir starfsmenn Hvíta hússins fara fram með fordæmalausum hætti við að hindra eftirlitsskyldu þingsins. „Enginn, og sérstaklega ekki æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, getur komist upp með það að hunsa vilja þingsins og löglega stefnu,“ hefur Politico eftir Nadler.Hann sagði einnig að Demókrötum þætti þessar aðgerðir ekki jákvæðar en þeir ættu engra kosta val og vísaði hann til „einræðistilburða“ Trump. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneytinu segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar sé til komin vegna pólitíkur og hún sé óþörf. AP fréttaveitan hefur eftir Kerri Kupec, talskonu ráðuneytisins, að um „óviðeigandi og leikræna“ tilburði sé að ræða. Þá sagði hún Barr hafa gert gífurlega mikið til að segja þingmönnum og almenningi frá rannsókn Robert Mueller. Við það má bæta að Barr hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur sagði frá niðurstöðum Rússarannsóknarinnar, mörgum vikum áður en hann opinberaði skýrsluna með miklum útstrikunum. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa logið að þingmönnum.Sjá einnig: Þingforsetinn sakar Barr um lygarDómsmálanefndin hefur einnig skoðað það að fá Robert Mueller sjálfan á fund nefndarinnar. Barr sagði upprunalega að hann væri ekki mótfallinn því. Það var áður en Trump sagði það ekki koma til greina. Ekki liggur fyrir hvernig trúnaðarkrafa Trump mun hafa áhrif á það. Hins vegar er búist við því að Mueller muni hætta hjá Dómsmálaráðuneytinu á næstu vikum og þá gæti krafa Trump ekki náð yfir hann. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. Það hafi hann gert með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar um að afhenda þingmönnum nefndarinnar skýrslu Robert Mueller í heild sinni og án útstrikana auk allra gagna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkslínum þar sem 24 þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með tillögunni og 16 þingmenn Repúblikanaflokksins gegn henni. Tillagan fer fyrir fulltrúadeildina í heild sinni á næstu dögum.Fyrr í dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, krafist trúnaðar um skýrsluna en mikil barátta geisar nú á milli Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Hvíta hússins. Demókratar eru að beita ýmsum leiðum til að rannsaka Trump og ríkisstjórn hans og Hvíta húsið hefur meinað vitnum að ræða við þingmenn og komið í veg fyrir afhendingu gagna.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumJerrold Nadler, formaður dómsmálanefndarinnar, segir viðræður við Dómsmálaráðuneytið ekki hafa skilað árangri og því sé málið aftur komið á byrjunarreit. Hann segir starfsmenn Hvíta hússins fara fram með fordæmalausum hætti við að hindra eftirlitsskyldu þingsins. „Enginn, og sérstaklega ekki æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, getur komist upp með það að hunsa vilja þingsins og löglega stefnu,“ hefur Politico eftir Nadler.Hann sagði einnig að Demókrötum þætti þessar aðgerðir ekki jákvæðar en þeir ættu engra kosta val og vísaði hann til „einræðistilburða“ Trump. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneytinu segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar sé til komin vegna pólitíkur og hún sé óþörf. AP fréttaveitan hefur eftir Kerri Kupec, talskonu ráðuneytisins, að um „óviðeigandi og leikræna“ tilburði sé að ræða. Þá sagði hún Barr hafa gert gífurlega mikið til að segja þingmönnum og almenningi frá rannsókn Robert Mueller. Við það má bæta að Barr hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur sagði frá niðurstöðum Rússarannsóknarinnar, mörgum vikum áður en hann opinberaði skýrsluna með miklum útstrikunum. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa logið að þingmönnum.Sjá einnig: Þingforsetinn sakar Barr um lygarDómsmálanefndin hefur einnig skoðað það að fá Robert Mueller sjálfan á fund nefndarinnar. Barr sagði upprunalega að hann væri ekki mótfallinn því. Það var áður en Trump sagði það ekki koma til greina. Ekki liggur fyrir hvernig trúnaðarkrafa Trump mun hafa áhrif á það. Hins vegar er búist við því að Mueller muni hætta hjá Dómsmálaráðuneytinu á næstu vikum og þá gæti krafa Trump ekki náð yfir hann.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00