Minnst sjö skotnir í skóla í Colorado Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2019 23:04 Gífurlegur viðbúnaður var á vettvangi. AP/David Zalubowski Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Minnst sjö eru særðir eftir að tveir aðilar hleyptu af skotum í skóla í úthverfi Denver fyrr í kvöld. Árásarmennirnir eru báðir í haldi lögreglu sem mun hafa brugðist mjög fljótt við eftir að skotum var fyrst hleypt af. Holly Nicholson-Kluth, aðstoðarfógeti Douglassýslu, segir fjölmörgum skotum hafa verið hleypt af og skothríðin hafi enn staðið yfir þegar lögregluþjóna bar að garði. Talið er að báðir árásarmennirnir séu nemendur í skólanum. Þá liggur ekki fyrir hve alvarleg meiðsli þeirra sem særðust eru en sá yngsti er talinn vera fimmtán ára gamall. Í fyrstu var talið að árásarmennirnir hefðu verið þrír, samkvæmt CNN, en lögreglan þykist nú viss um að svo sé ekki.Um 1.850 nemendur eru í skólanum.AP fréttaveitan vitnar í héraðsmiðilin KUSA sem ræddi við vitni sem býr nærri skólanum. Hann sagði fjölda nemenda hafa hlaupið fram hjá húsi hans og þar af hafi einn verið skotinn í bakið.CNN bendir á að skólinn sem um ræðir sé í um tíu kílómetra fjarlægð frá Columbine skólanum þar sem tveir nemendur myrtu tólf samnemendur sína og einn kennara árið 1999. Í apríl var skólum í Douglassýslu lokað eftir að leit stóð yfir að konu sem var heltekin af fjöldamorðinu í Columbine.Sú hafði hótað árásum áður en hún ferðaðist frá Flórída til Colorado. Hún fannst þó á endanum og hafði svipt sig lífi. Þá er vika síðan tveir voru myrtir og fjórir særðir í skóla í Norður-Karlólínu. #stemshooting 7 possibly 8 students have been injured. Two shooters in custody. SWAT still clearing school. Students being bused to Northridge Rec Center. Parents please have patience with reunification process.— DC Sheriff (@dcsheriff) May 7, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira