Sveitin er þrettánda atriði kvöldsins eða fljótlega á eftir auglýsingahléi. Helstu veðmálasíður heims spá Hatara sjötta sæti í keppninni og er talið að Ísland verði í þriðja sæti af þeim 17 löndum sem keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu.
Veðmálasíður telja að það séu 87 prósent líkur á því að Hatari fari áfram og komi fram á úrslitakvöldinu 18. maí í Expo-höllinni í Tel Aviv.
Vísir og Stöð 2 verður með veglega umfjöllun um Eurovision úti í Tel Aviv og birtast daglegir vefþættir á Vísi tíu daga í röð á meðan keppninni stendur.
