Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump forseta og sérstakur áhugamaður um að koma núverandi stjórnvöldum í Íran frá völdum, segir að þetta hafi verið ákveðið til að bregðast við fjölda atvika sem gefi tilefni til að ætla að Íranir séu að færa sig upp á skaftið.
Hann nefndi þó engin skýr dæmi um slíkt. Reuters fréttastofan hefur eftir ónefndum heimildarmanni innan úr ríkisstjórn Bandaríkjanna að flugmóðurskipið Abraham Lincoln hafi verið sent í Persaflóann vegna grunsemda um yfirvofandi árás bandarískt herlið á svæðinu.
Þá hefur verið bætt í flota sprengjuflugvéla á svæðinu. Bolton bætti því við á blaðamannafundi að hverskonar árás verði mætt af fullu afli.
Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa

Tengdar fréttir

Íranir gætu rift kjarnorkusamningnum vegna aðgerða Bandaríkjastjórnar
Stjórnvöld í Teheran eru óánægð með refsiaðgerðir Bandaríkjanna og það sem þau telja seinagang Evrópuríkja í að standa við kjarnorkusamninginn.

Olíuverð hækkar vegna deilu Bandaríkjanna og Íran
Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa.

Beita þjóðir refsiaðgerðum sem kaupa olíu af Íran
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran.