Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif [email protected] skrifar 4. maí 2019 08:30 Jákvæð áhrif af styttri vinnuviku var meðal niðurstaðna tilraunaverkefnis hjá Reykjavíkurborg. Vísir/vilhelm Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Greina má jákvæð áhrif styttri vinnuviku hjá starfsfólki þeirra vinnustaða sem tóku þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar. Starfsfólkið finnur bæði fyrir aukinni starfsánægju og betri andlegri og líkamlegri líðan. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út um niðurstöður verkefnisins. Árið 2015 fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í tveimur starfsstöðvum borgarinnar. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og skrifstofu Barnaverndar. Vinnustundum var fækkað úr 40 klukkustundum á viku í 35 á Þjónustumiðstöðinni og úr 40 í 36 á skrifstofu Barnaverndar. Verkefnið var unnið í samvinnu við BSRB. Niðurstöðurnar sem fram koma í skýrslunni eru úr fyrri hluta verkefnisins en verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um samvinnu BSRB og Reykjavíkurborgar að ræða og hins vegar samvinnu BSRB og ríkisins. Ekki var mælanlegur munur á viðhorfi til þjónustu og opnunartíma stofnananna en veikindadögum fækkaði og engar breytingar voru á hreyfingum á málaskrá Barnaverndar. Yfirvinna jókst lítillega á báðum stöðum. Innan Barnaverndar er yfirvinna í formi bakvakta sem unnar eru á föstudögum en á þjónustumiðstöðinni fellur hún innan fastlaunasamninga svo launakostnaður eykst ekki. Ekki mátti greina minni árangur eða skilvirkni innan starfstöðvanna þrátt fyrir færri vinnustundir ásamt því að streitueinkenni starfsfólks drógust saman. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir niðurstöður verkefnisins vera innlegg í þá vinnu sem fram undan er hjá opinbera vinnumarkaðnum í gerð kjarasamninga. En yfir 100 kjarasamningar opinberra starfsmanna eru lausir í lok maí. „Niðurstaðan af þessu verkefni er auðvitað innlegg í vinnuna sem fram undan er og við höfum fundið það að opinberi vinnumarkaðurinn hefur líkt og sá almenni verið að leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Ásmundur og bætir því við að tekin hafi verið ákvörðun í ríkisstjórn um að framlengja verkefnið á þeim starfsstöðvum þar sem það hefur verið innleitt þar til samist hefur á opinbera vinnumarkaðnum.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton BrinkFormaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir niðurstöðu verkefnisins jákvæða. „Niðurstaðan er mjög skýr um að allir þessir neikvæðu þættir sem við vildum sjá dragast saman eru að gera það eins og andleg og líkamleg streitueinkenni og einkenni kulnunar. Síðan eru jákvæðu þættirnir að aukast eins og starfsánægja og möguleikarnir til að samþætta fjölskyldulíf og einkalíf“. Sonja er einnig sammála félagsmálaráðherra um mikilvægi niðurstöðunnar fyrir kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðarins. „Þetta er auðvitað það sem við höfum verið að horfa til, að það sé ávinningur fyrir bæði starfsfólk og atvinnurekendur og þess vegna hefur krafan verið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við sjáum það líka að almennt er að draga úr veikindafjarvistum bæði í tilraunaverkefninu hjá ríkinu og hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sonja og að þetta bendi til þess að stytting vinnuvikunnar sýni fram á að hægt sé að vinna skipulega á stuttum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28 Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. 3. maí 2019 10:28
Taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur Einstakir taxtar iðnaðarmanna geta hækkað um allt að 114 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, samkvæmt samningi sem skrifað var undir síðastliðna nótt. 3. maí 2019 19:45