Helgi Sig: Ef menn ætla vanmeta Gróttu þá lenda menn í vandræðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:26 Helgi á hliðarlínunni síðasta sumar vísir/bára Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira