Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 12:30 Munnlegur málflutningur verður í málinu á morgun og búist er við úrskurði um kröfu Air Lease Corporation síðdegis á morgun. Vísir/vilhelm Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira