„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 09:54 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta kemur fram í grein Ragnars á vef VR í tilefni af verkalýðsdeginum, 1. maí, sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Í grein sinni leggur Ragnar áherslu á að baráttunni ljúki aldrei enda sé hún þannig í eðli sínu að hún eigi sér engan endi þótt endamark sé til staðar. Ragnar segir að nýsamþykktir kjarasamningar hafi verið gríðarlega flóknir og umfangsmiklir. VR hafi lagt áherslu á að tryggja kaupmáttaraukningu á báðum endum, það er að segja lækka kostnað og hækka laun. Þetta verði meðal annars gert með skattkerfisbreytingum, lækkun vaxta, stórátaki í húsnæðismálum og aðgerðum gegn verðtryggingu neytendalána ásamt öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að auka félagslegan stöðugleika og jöfnuð. Frá alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í fyrra.Fréttablaðið/Vilhelm Ekkert verður gefið eftir og vanefndum svarað af fullri hörku „En þetta gerist ekki af sjálfu sér, svo mikið er víst. Reynslan hefur kennt okkur að það þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks. Það mun ekki gerast frekar en fyrri daginn. Ef einhver heldur að nú sé vinnan búinn og verkalýðsforingjar, stjórnir og starfsfólk geti hallað sér aftur í sófanum og sett tærnar upp í loft næstu þrjú árin þá er það mikill misskilningur. Nú hefst hin eiginlega vinna. Vinna við að fylgja eftir þeim fjölmörgu málum sem samið var um til að bæta hér lífskjör til skemmri og lengri tíma. Vinna þar sem ekkert verður gefið eftir og þar sem vanefndum verður svarað af fullri hörku. Þar sem fyrirtækjum sem hunsa vegferð okkar með verðhækkunum verða sniðgengin. Þar sem þeim sem koma með okkur verður hrósað. Verkefnið er af ógnvænlegri stærðargráðu og eru nýgerðir kjarasamningar aðeins rétt byrjunin í þessari vegferð,“ segir Ragnar í grein sinni og bætir við að þátttaka og stéttarvitund félagsmanna sé lykillinn að árangri til framtíðar. „Uppgjöf okkar er sigur þeirra sem fá ríkulega borgað fyrir að segja okkur að bætt lífskjör og aukinn jöfnuður séu skaðleg hagkerfinu sem er sniðið utan um þröngan hóp forréttindastétta,“ segir Ragnar en grein hans má lesa í heild sinni á vef VR. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir.vísir/vilhelm Ekki barátta einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur fyrir betra samfélagi Drífa Snædal, forseti ASÍ, leggur út af jöfnuði í ávarpi sínu í tilefni 1. maí. Hún segir baráttu verkalýðshreyfingarinnar ekki vera baráttu einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur barátta fyrir betra samfélagi því samfélög þar sem jöfnuður er mikill séu undantekningalaust betri samfélög en þau þar sem ójöfnuður er ríkjandi. Þá gerir hún einnig tilraunir til þess að grafa undan lýðræðinu að umtalsefni og segir mikilvægt að hrinda þeim: „Misrétti hefur aukist til muna síðustu áratugi. Framleiðni í heiminum hefur þrefaldast á síðustu 20 árum en þessi auður hefur ekki skilað sér til vinnandi fólks í gegnum laun eða bætta innviði. Þvert á móti hafa möguleikar til auðsöfnunar og skattaundanskota aukist hjá fáum ofur ríkum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Fólk, þjóðir og samfélög sem farið hafa halloka kenna stjórnmálunum eðlilega um sem hefur leitt til þess að traust til stjórnmálamanna fer stöðugt minnkandi. Það sem verra er; traust til lýðræðis fer þverrandi. Einhverjir sjá sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu og jafnvel að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum. Baráttan hlýtur alltaf að snúast um að auðnum sé skipt með sanngjörnum hætti og að stórfyrirtæki og auðmenn greiði sinn sanngjarna skerf til samfélagsins,“ segir Drífa. Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í mars.vísir/vilhelm Aðferðafræði ASÍ vakið athygli út fyrir landsteinana Í þeim kjaraviðræðum sem lauk með samningum í byrjun apríl lagði ASÍ mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda, meðal annars í gegnum skattkerfið. Drífa segir að þessi aðferðafræði hafi vakið athygli út fyrir landsteinana: „Sú áhersla sem Alþýðusambandið og aðildarfélög þess hafa lagt á að breyta samfélaginu í gegnum skatta og önnur stjórnvaldstæki hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Þegar verkalýðshreyfingin allt í kringum okkur berst í bökkum og háir varnarbaráttu fyrir áunnum réttindum þá sækjum við fram með miklar kröfur á stjórnvöld um jafnara og betra samfélag fyrir alla. Í aðdraganda kjarasamninga fáum við að heyra að lægstu laun séu há hér á landi í samanburði við önnur lönd og jöfnuður hvergi meiri. Gott og vel, en önnur lönd eiga ekki endilega að vera viðmiðið heldur það sem okkur sjálfum þykir sanngjarnt og réttlátt. Við erum því í forystu annarra landa um þessar mundir og bræður okkar og systur um heim allan fylgjast með.“ Ávarp forseta ASÍ á 1. maí má lesa í heild sinni á vef sambandsins þar sem einnig má nálgast dagskrána á verkalýðsdaginn um land allt. Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta kemur fram í grein Ragnars á vef VR í tilefni af verkalýðsdeginum, 1. maí, sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Í grein sinni leggur Ragnar áherslu á að baráttunni ljúki aldrei enda sé hún þannig í eðli sínu að hún eigi sér engan endi þótt endamark sé til staðar. Ragnar segir að nýsamþykktir kjarasamningar hafi verið gríðarlega flóknir og umfangsmiklir. VR hafi lagt áherslu á að tryggja kaupmáttaraukningu á báðum endum, það er að segja lækka kostnað og hækka laun. Þetta verði meðal annars gert með skattkerfisbreytingum, lækkun vaxta, stórátaki í húsnæðismálum og aðgerðum gegn verðtryggingu neytendalána ásamt öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að auka félagslegan stöðugleika og jöfnuð. Frá alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í fyrra.Fréttablaðið/Vilhelm Ekkert verður gefið eftir og vanefndum svarað af fullri hörku „En þetta gerist ekki af sjálfu sér, svo mikið er víst. Reynslan hefur kennt okkur að það þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks. Það mun ekki gerast frekar en fyrri daginn. Ef einhver heldur að nú sé vinnan búinn og verkalýðsforingjar, stjórnir og starfsfólk geti hallað sér aftur í sófanum og sett tærnar upp í loft næstu þrjú árin þá er það mikill misskilningur. Nú hefst hin eiginlega vinna. Vinna við að fylgja eftir þeim fjölmörgu málum sem samið var um til að bæta hér lífskjör til skemmri og lengri tíma. Vinna þar sem ekkert verður gefið eftir og þar sem vanefndum verður svarað af fullri hörku. Þar sem fyrirtækjum sem hunsa vegferð okkar með verðhækkunum verða sniðgengin. Þar sem þeim sem koma með okkur verður hrósað. Verkefnið er af ógnvænlegri stærðargráðu og eru nýgerðir kjarasamningar aðeins rétt byrjunin í þessari vegferð,“ segir Ragnar í grein sinni og bætir við að þátttaka og stéttarvitund félagsmanna sé lykillinn að árangri til framtíðar. „Uppgjöf okkar er sigur þeirra sem fá ríkulega borgað fyrir að segja okkur að bætt lífskjör og aukinn jöfnuður séu skaðleg hagkerfinu sem er sniðið utan um þröngan hóp forréttindastétta,“ segir Ragnar en grein hans má lesa í heild sinni á vef VR. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir.vísir/vilhelm Ekki barátta einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur fyrir betra samfélagi Drífa Snædal, forseti ASÍ, leggur út af jöfnuði í ávarpi sínu í tilefni 1. maí. Hún segir baráttu verkalýðshreyfingarinnar ekki vera baráttu einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur barátta fyrir betra samfélagi því samfélög þar sem jöfnuður er mikill séu undantekningalaust betri samfélög en þau þar sem ójöfnuður er ríkjandi. Þá gerir hún einnig tilraunir til þess að grafa undan lýðræðinu að umtalsefni og segir mikilvægt að hrinda þeim: „Misrétti hefur aukist til muna síðustu áratugi. Framleiðni í heiminum hefur þrefaldast á síðustu 20 árum en þessi auður hefur ekki skilað sér til vinnandi fólks í gegnum laun eða bætta innviði. Þvert á móti hafa möguleikar til auðsöfnunar og skattaundanskota aukist hjá fáum ofur ríkum einstaklingum og stórfyrirtækjum. Fólk, þjóðir og samfélög sem farið hafa halloka kenna stjórnmálunum eðlilega um sem hefur leitt til þess að traust til stjórnmálamanna fer stöðugt minnkandi. Það sem verra er; traust til lýðræðis fer þverrandi. Einhverjir sjá sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu og jafnvel að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum. Baráttan hlýtur alltaf að snúast um að auðnum sé skipt með sanngjörnum hætti og að stórfyrirtæki og auðmenn greiði sinn sanngjarna skerf til samfélagsins,“ segir Drífa. Frá verkfallsaðgerðum Eflingar í mars.vísir/vilhelm Aðferðafræði ASÍ vakið athygli út fyrir landsteinana Í þeim kjaraviðræðum sem lauk með samningum í byrjun apríl lagði ASÍ mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda, meðal annars í gegnum skattkerfið. Drífa segir að þessi aðferðafræði hafi vakið athygli út fyrir landsteinana: „Sú áhersla sem Alþýðusambandið og aðildarfélög þess hafa lagt á að breyta samfélaginu í gegnum skatta og önnur stjórnvaldstæki hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Þegar verkalýðshreyfingin allt í kringum okkur berst í bökkum og háir varnarbaráttu fyrir áunnum réttindum þá sækjum við fram með miklar kröfur á stjórnvöld um jafnara og betra samfélag fyrir alla. Í aðdraganda kjarasamninga fáum við að heyra að lægstu laun séu há hér á landi í samanburði við önnur lönd og jöfnuður hvergi meiri. Gott og vel, en önnur lönd eiga ekki endilega að vera viðmiðið heldur það sem okkur sjálfum þykir sanngjarnt og réttlátt. Við erum því í forystu annarra landa um þessar mundir og bræður okkar og systur um heim allan fylgjast með.“ Ávarp forseta ASÍ á 1. maí má lesa í heild sinni á vef sambandsins þar sem einnig má nálgast dagskrána á verkalýðsdaginn um land allt.
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira