Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2019 20:00 Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira