Eurovision spá Google bendir til verðlaunasætis hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 17:21 Hatari á sviði í Ísrael á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur. Eurovision Google Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur.
Eurovision Google Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira