Einkafjárfestar gera sig gildandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun