Ríkið mun þurfa að greiða um 700 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2019 11:30 Hæstiréttur vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal. Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal.
Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent