Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. maí 2019 22:35 Elon Musk er stofnandi Tesla. Fulltrúar frá fyrirtækinu áttu fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en ákveðið var að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm stöður. Getty/Troy Harvey Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Rafbílar eru orðinn raunhæfur kostur þar sem verð á slíkum bílum hefur lækkað á síðustu árum. Einn útbreiddasti hreini rafbíllinn hér á landi er Nissan Leaf en nýr slíkur bíll kostar 4,2 milljónir króna. „Nú er Ísland í öðru sæti í rafbílavæðingu á heimsvísu miðað við höfðatölu. Við erum að rafbílavæðast hraðar en önnur lönd ef Noregur er undanskilinn,“ segir Jóhann G. Ólafsson formaður Rafbílasambands Íslands. Tesla hyggst opna útibú og verslun á Íslandi og er undirbúningur vegna þessara áforma kominn á fullan skrið. Tesla auglýsti á dögunum fimm lausar stöður til umsóknar í Reykjavík. Undirbúningurinn hefur staðið yfir lengi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 áttu fulltrúar Tesla fundi með embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður en tekin var ákvörðun um opnun hér. Áhuginn virðist þó algjörlega sjálfsprottinn. Fulltrúar Tesla funduðu meðal annars með Stefáni Eiríkssyni borgarritara og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur í sitt hvoru lagi. Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að Ísland hafi mikla möguleika á að verða fyrsta þjóðin sem selji eingöngu bifreiðar sem eru lausar við kolefnisútblástur. Samsetning loftslags og endurnýjanlegrar orku geri það að verkum að Ísland sé kjörið fyrir rafbíla. Framtíðarsýn Tesla sé að flýta fyrir orkuskiptum og Ísland gæti leikið mikilvægt hlutverk í því sambandi. Það er orðið raunhæft að eiga rafbíl á Íslandi því hægt er að keyra hringinn í kringum landið á slíkum bílum eftir að hleðslustöð fyrir rafbíla var opnuð við Mývatn. Þá er frekari fjárfesting innviða á döfinni í fjölmörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Bílar Orkumál Tesla Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira