Smitaðist af hundaæði eftir að hafa bjargað hvolpi á Filippseyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 08:26 Birgitte Kallestad var 24 ára gömul þegar hún lést úr hundaæði. Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09