Sagði umræðu Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á þriðja orkupakkanum Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:17 Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn ekki hafa farið fram á dagskrárvald á Alþingi heldur boðist til að greiða götu annarra mála, en það hafi ekki verið þegið. Þetta sagði Þorsteinn í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld þar sem hann minnti á að forseti Alþingi ráði dagskrá þingsins og afhendi engum dagskrárvaldið. Hann sagði umræður um þriðja orkupakkann hafa staðið yfir í áður óþekkta lengd en Miðflokksmenn kvarti ekki, oft var þörf en nú er nauðsyn. Benti Þorsteinn á að margt hefði komið í ljós á þeim dögum sem umræðurnar hafa staðið yfir. Vildi Þorsteinn meina að nú væri komið í ljós að flokksmenn Vinstri grænna væru orðnir helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar og vilji stuðla að því að hér verði reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þá sagði hann að ekki hefði verið vitað fyrir þessa umræðu að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokkstofnanna sinna um málið. Vildi Þorsteinn meina að fyrir tíu dögum hafi ekki verið vitað að orkupakki fjögur væri tilbúinn og að full fjármagnaður sæstrengur væri í bakgarði Íslendinga og að sá sem stæði að honum héldi því fram að stuðningur við verkið væri að aukast. Þá hafi sú skoðun verið leidd fram í dagsljósið með þessum umræðum að fyrirvarar þingsályktunartillögunnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir. Þá benti Þorsteinn á að nú væri komið í ljós að stjórnlagadómstóll Noregs ætlar að taka orkupakkann fyrir í haust. Hann sagði umræður Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á málinu en þeir átti sig ekki enn á því hví lá svo á að keyra málið í gegnum þingið í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar. Þorsteinn sagði að Miðflokksmenn myndu aftur berjast svo fyrir hagsmuni þjóðarinnar og framtíð barnanna.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira