Jón Steindór: Fullveldið nýtt til hins ýtrasta með ESB-aðild Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 22:00 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreiðsnar. vísir/vilhelm „Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“ Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira