Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fjölnir 2-0 | Eyjamenn áfram í bikarnum Einar Kárason skrifar 29. maí 2019 20:00 Pedro Hipolito getur unnið leik með ÍBV í dag. vísir/bára Það var sól og lognviðri þegar ÍBV tók á móti Fjölni í Mjólkurbikar karla í Vestmannaeyjum í dag. Gengi Eyjamanna hefur verið lélegt það sem af er sumri en eini sigurleikur þeirra kom gegn Stjörnunni í bikarnum. Gestirnir úr Grafarvoginum féllu úr efstu deild síðastliðið sumar en eru á fínu róli í Inkasso deildinni. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 2.mínútu fékk Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis, fínt væri en Rafael Veloso, sem varði mark ÍBV í dag, varði vel. Þessi byrjun átti eftir að gefa tóninn fyrir restina af leiknum. Gestirnir sóttu ívið meira í byrjun leiks og virtust til alls líklegir. Felix Örn Friðriksson átti fyrsta skot ÍBV á rammann eftir um 10 mínútna leik en Atli Gunnar Guðmundsson í engum vandræðum. Stuttu síðar fékk Albert Brynjar Ingason boltann inni í teig Eyjamanna en skot hans úr fínasta færi vel yfir markið. Fjölnismenn héldu áfram að sækja að marki ÍBV en þrátt fyrir fínt spil á köflum og ágætis færi náðu þeir ekki að gera sér mat úr því. Þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik dró til tíðinda. Breki Ómarsson fékk þá boltann úti á vinstri kanti og keyrði í átt að Elís Rafn Björnssyni, leikmanni Fjölnis. Fyrirgjöf Breka fór af fæti varnarmannsins og virtist taka leikmenn gestanna úr jafnvægi. Jonathan Ian Franks kom þá í seinni bylgjunni og setti boltann í netið og Eyjamenn komnir yfir. Stuttu fyrir hálfleik var framherjinn Jonathan Glenn nálægt því að tvöfalda forustu heimamanna en skalli hans fór í þverslánna og afturfyrir. Þetta reyndist það síðasta markverða í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn mættu tilbúnir í síðari hálfleikinn, þrátt fyrir að Gilson Correia hafi næstum fært Ingibergi Kort Sigurðssyni mark á veislubakka strax í byrjun hálfleiksins, og skoruðu þeir markið sem reyndist vera lokamark leiksins á 54. mínútu. Franks tók þá hornspyrnu frá hægri sem skölluð var út. Boltinn kom svo aftur fyrir þar sem Gilson náði skoti að marki en Atli Gunnar náði ekki að blaka boltanum lengra en fyrir fætur Jonathan Glenn sem skoraði af stuttu færi. 2-0 fyrir heimamenn og staðan orðin svört hjá Fjölnismönnum. Eyjamenn reyndust öflugri aðilinn í þessum síðari hálfleik og gáfu ekki mörg færi á sér. Varnarlínan stóð sterk gegn duglegu liði gestanna og hefðu mögulega getað bætt við marki í síðari hálfleiknum. Hans Viktor Guðmundsson hefði mögulega getað fært spennu í leikinn síðustu mínúturnar en skot hans á 88. mínútu úr fínu færi fór framhjá. Eins og áður sagði voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum og Eyjamenn halda bikarævintýrinu áfram á meðan Fjölnismenn setja allt í sölurnar til að komast aftur í deild þeirra bestu.Pedro: Mikilvægt að hafa ástæðu til að gleðjast Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með leik sinna manna. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur. Við komum inn í þennan leik eftir nokkur slæm úrslit svo þetta var mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægt fyrir sjálfstraustið og mikilvægt að við höfum ástæðu til að gleðjast og mikilvægt fyrir framtíðina.” „Við erum ánægðir með daginn en á morgun byrjar undirbúningur fyrir næsta leik. Við höfum engann tíma til að hvíla okkur þar sem það er mikilvægur leikur á sunnudaginn gegn ÍA sem er frábært lið og að eiga frábært tímabil. Það verður erfiður leikur og við verðum að vera tilbúnir.” Markaþurrð Eyjamanna hefur verið milli tannanna á fólki það sem af er sumri en bæði Jonathan Franks og nafni hans Glenn komu boltanum í netið í dag. „Við erum með góða framherja og sóknarmenn. Við erum með góða leikmenn en stundum í fótboltanum eigum við slæmar stundir, rétt eins og í lífinu. Það þýðir þó ekki að við séum slæmir leikmenn. Við munum skora meira í framtíðinni og vinna fleiri leiki og safna fleiri stigum.” „Þegar við vinnum eru við glaðir og við reynum að taka það með okkur í næstu leiki. Þetta mun hjálpa okkur með sjálfstraust og koma okkur upp á hærra stig. Næsti leikur verður mikilvægur fyrir okkur á sama tíma og hann er mikilvægur fyrir Akranes. Við munum berjast, hlaupa og fara af öllum krafti í öll návígi,” sagði Pedro.Ásmundur: Vorum betri aðilinn þar til þeir skora „Það var þokkalegt jafnræði yfir þessum leik heilt yfir en mér fannst við betri aðilinn framan af leik eða þar til þeir skora,” sagði Ásmundur Arnarson eftir leik. „Við sköpuðum okkur nokkrar góðar stöður og fengum slatta af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað nýtt betur en töpum boltanum illa og þeir refsa okkur illa og komast 1-0 yfir. ÍBV liðið er gott að loka svæðum og verjast vel og mér fannst vanta svolítinn kraft í okkur í síðari hálfleik til að komast inn í leikinn aftur. Hleypum þeim svo í 2-0 eftir horn sem er svekkjandi.” Fjölnismenn voru oft á tíðum hættulegir í fyrri hálfleik og hefðu getað komist yfir í þessum leik. Hefðu gestirnir komist yfir hefði útkoman getað verið önnur. „Já, ég er sammála því. Ég er svolítið svekktur. Það vantar kraftinn í mína menn til að koma til baka og svara þeim. Mér fannst það alveg í spilunum. Ég var þokkalega ánægður með byrjuna en er aðallega óánægður með leikinn í heild. Ég er óánægður með að fá á okkur þessi tvö mörk og óánægður með að við nýtum ekki þessi færi sem við fengum.” „En það var allavega gott veður. Við getum sagt það,” sagði Ásmundur að lokum. Mjólkurbikarinn
Það var sól og lognviðri þegar ÍBV tók á móti Fjölni í Mjólkurbikar karla í Vestmannaeyjum í dag. Gengi Eyjamanna hefur verið lélegt það sem af er sumri en eini sigurleikur þeirra kom gegn Stjörnunni í bikarnum. Gestirnir úr Grafarvoginum féllu úr efstu deild síðastliðið sumar en eru á fínu róli í Inkasso deildinni. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 2.mínútu fékk Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Fjölnis, fínt væri en Rafael Veloso, sem varði mark ÍBV í dag, varði vel. Þessi byrjun átti eftir að gefa tóninn fyrir restina af leiknum. Gestirnir sóttu ívið meira í byrjun leiks og virtust til alls líklegir. Felix Örn Friðriksson átti fyrsta skot ÍBV á rammann eftir um 10 mínútna leik en Atli Gunnar Guðmundsson í engum vandræðum. Stuttu síðar fékk Albert Brynjar Ingason boltann inni í teig Eyjamanna en skot hans úr fínasta færi vel yfir markið. Fjölnismenn héldu áfram að sækja að marki ÍBV en þrátt fyrir fínt spil á köflum og ágætis færi náðu þeir ekki að gera sér mat úr því. Þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik dró til tíðinda. Breki Ómarsson fékk þá boltann úti á vinstri kanti og keyrði í átt að Elís Rafn Björnssyni, leikmanni Fjölnis. Fyrirgjöf Breka fór af fæti varnarmannsins og virtist taka leikmenn gestanna úr jafnvægi. Jonathan Ian Franks kom þá í seinni bylgjunni og setti boltann í netið og Eyjamenn komnir yfir. Stuttu fyrir hálfleik var framherjinn Jonathan Glenn nálægt því að tvöfalda forustu heimamanna en skalli hans fór í þverslánna og afturfyrir. Þetta reyndist það síðasta markverða í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn mættu tilbúnir í síðari hálfleikinn, þrátt fyrir að Gilson Correia hafi næstum fært Ingibergi Kort Sigurðssyni mark á veislubakka strax í byrjun hálfleiksins, og skoruðu þeir markið sem reyndist vera lokamark leiksins á 54. mínútu. Franks tók þá hornspyrnu frá hægri sem skölluð var út. Boltinn kom svo aftur fyrir þar sem Gilson náði skoti að marki en Atli Gunnar náði ekki að blaka boltanum lengra en fyrir fætur Jonathan Glenn sem skoraði af stuttu færi. 2-0 fyrir heimamenn og staðan orðin svört hjá Fjölnismönnum. Eyjamenn reyndust öflugri aðilinn í þessum síðari hálfleik og gáfu ekki mörg færi á sér. Varnarlínan stóð sterk gegn duglegu liði gestanna og hefðu mögulega getað bætt við marki í síðari hálfleiknum. Hans Viktor Guðmundsson hefði mögulega getað fært spennu í leikinn síðustu mínúturnar en skot hans á 88. mínútu úr fínu færi fór framhjá. Eins og áður sagði voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum og Eyjamenn halda bikarævintýrinu áfram á meðan Fjölnismenn setja allt í sölurnar til að komast aftur í deild þeirra bestu.Pedro: Mikilvægt að hafa ástæðu til að gleðjast Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður með leik sinna manna. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur. Við komum inn í þennan leik eftir nokkur slæm úrslit svo þetta var mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægt fyrir sjálfstraustið og mikilvægt að við höfum ástæðu til að gleðjast og mikilvægt fyrir framtíðina.” „Við erum ánægðir með daginn en á morgun byrjar undirbúningur fyrir næsta leik. Við höfum engann tíma til að hvíla okkur þar sem það er mikilvægur leikur á sunnudaginn gegn ÍA sem er frábært lið og að eiga frábært tímabil. Það verður erfiður leikur og við verðum að vera tilbúnir.” Markaþurrð Eyjamanna hefur verið milli tannanna á fólki það sem af er sumri en bæði Jonathan Franks og nafni hans Glenn komu boltanum í netið í dag. „Við erum með góða framherja og sóknarmenn. Við erum með góða leikmenn en stundum í fótboltanum eigum við slæmar stundir, rétt eins og í lífinu. Það þýðir þó ekki að við séum slæmir leikmenn. Við munum skora meira í framtíðinni og vinna fleiri leiki og safna fleiri stigum.” „Þegar við vinnum eru við glaðir og við reynum að taka það með okkur í næstu leiki. Þetta mun hjálpa okkur með sjálfstraust og koma okkur upp á hærra stig. Næsti leikur verður mikilvægur fyrir okkur á sama tíma og hann er mikilvægur fyrir Akranes. Við munum berjast, hlaupa og fara af öllum krafti í öll návígi,” sagði Pedro.Ásmundur: Vorum betri aðilinn þar til þeir skora „Það var þokkalegt jafnræði yfir þessum leik heilt yfir en mér fannst við betri aðilinn framan af leik eða þar til þeir skora,” sagði Ásmundur Arnarson eftir leik. „Við sköpuðum okkur nokkrar góðar stöður og fengum slatta af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað nýtt betur en töpum boltanum illa og þeir refsa okkur illa og komast 1-0 yfir. ÍBV liðið er gott að loka svæðum og verjast vel og mér fannst vanta svolítinn kraft í okkur í síðari hálfleik til að komast inn í leikinn aftur. Hleypum þeim svo í 2-0 eftir horn sem er svekkjandi.” Fjölnismenn voru oft á tíðum hættulegir í fyrri hálfleik og hefðu getað komist yfir í þessum leik. Hefðu gestirnir komist yfir hefði útkoman getað verið önnur. „Já, ég er sammála því. Ég er svolítið svekktur. Það vantar kraftinn í mína menn til að koma til baka og svara þeim. Mér fannst það alveg í spilunum. Ég var þokkalega ánægður með byrjuna en er aðallega óánægður með leikinn í heild. Ég er óánægður með að fá á okkur þessi tvö mörk og óánægður með að við nýtum ekki þessi færi sem við fengum.” „En það var allavega gott veður. Við getum sagt það,” sagði Ásmundur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti