Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 08:45 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag. Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag.
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30