Arfavitlausir blómatollar Ólafur Stephensen skrifar 29. maí 2019 07:00 Háir innflutningstollar eru lagðir á blóm á Íslandi. Þetta kemur mögulega einhverjum á óvart, enda töluðu stjórnvöld þannig fyrir nokkrum misserum að fella ætti niður alla tolla „fyrir utan tolla á matvöru“. Eins og við vitum eru afskaplega fáir sem borða blóm. Blómatollarnir sátu engu að síður eftir þegar aðrir tollar voru felldir niður. Innflutningsverðið margfaldast Óhætt er að kalla blómatollana ofurtolla. Þeir samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur. Segjum að innflutningsverð pottaplöntu sé 300 krónur. Hún ber þá 290 krónur í toll og innflutningsverðið tvöfaldast því sem næst. Á afskorin blóm leggst 30% verðtollur og auk þess 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast. Þetta er nærtækasta skýringin á háu verði á blómum á Íslandi. Afskorin blóm í búntum, þ.e. sem blómaskreytir hefur ekki sett saman í vönd, eru tvö- til þrefalt dýrari en í nágrannalöndum okkar. Þessi vara, sem neytendur í nágrannalöndunum grípa nánast án umhugsunar með sér úr búðinni til að prýða heimili sitt, er lúxusvara á Íslandi. Tollkvótarnir duga ekki Stjórnvöld gefa tvisvar á ári út heimild til að flytja inn takmarkað magn af blómum á lægri tollum. Þá hefur ríkið af örlæti sínu gefið eftir stykkjatollinn og verðtollurinn situr eftir. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir tollkvótanum – í ár eru umsóknir innflytjenda þrefalt það magn sem er í boði – og það þýðir að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir að fá að flytja blómin inn, fer hækkandi. Fyrir síðari helming ársins er það 40-45 krónur á hvert afskorið blóm og 119-126 krónur fyrir hvert pottablóm, samkvæmt niðurstöðum útboðs sem birtar voru í vikunni. Það er farið að slaga vel upp í hina almennu ofurtolla. Vegna þess að stykkjatollur eða útboðsgjald – sem er ígildi tolls – leggst á hvert blóm, borgar sig ekki fyrir innflytjendur að flytja inn ódýrari vöru. Þeir neyðast til að flytja inn lúxusvöru, annars margfaldar stykkjatollurinn innkaupsverðið. Ein ástæðan fyrir umframeftirspurn eftir tollkvótum er að blómamarkaðurinn hefur farið stækkandi. Fólk hefur vaxandi áhuga á að skreyta híbýli sín með blómum. Vöxtur ferðaþjónustunnar þýðir margfalda eftirspurn frá hótelum og veitingahúsum á við það sem gerðist fyrir fáeinum árum. Tollkvótarnir hafa hins vegar staðið óbreyttir árum saman og innlend framleiðsla fær þannig hlutfallslega minnkandi samkeppni. Innlent annar ekki markaðnum Axel Sæland, stærsti blómabóndi landsins, hélt því fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu að innlend framleiðsla annaði eftirspurn eftir afskornum blómum og innflutningur væri óþarfur. Þetta eru hrein ósannindi. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi í samanburði við nágrannalönd og reglulega vantar blóm af þeim tegundum, þannig að blómaverslanir fá lítið eða jafnvel ekkert af því sem þær panta frá framleiðendum. Fyrir flesta stóra „blómadaga“, til dæmis mæðradag, konudag og Valentínusardag, fá blómabúðir minna af blómum en þær vilja. Við slíkar kringumstæður hefur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra heimild til að gefa út tímabundinn tollkvóta á lægri tollum. Beiðnum innflytjenda um skortkvóta er hins vegar iðulega hafnað með þeim röksemdum að innlendir framleiðendur segist eiga til nóg af blómum. Þetta er augljóslega meingallað kerfi. Hvað pottaplöntur til innanhússnota varðar, er sáralítil innlend framleiðsla á þeim; líklega helzt á jólastjörnum í lok árs. Í hvers þágu eru ofurtollarnir? Þetta er fráleit staða, hvort sem horft er til hagsmuna neytenda eða innflytjenda og seljenda blóma. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar sem lagði til að tollar yrðu felldir niður (á öllu nema mat) geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni vöru í skjóli tolla. Það gera blómaframleiðendur svikalaust. Spyrja má í hvers þágu það sé að viðhalda ofurtollum á blóm. Röksemdir, sem hafa verið notaðar fyrir háum matartollum, eins og þeir eigi að tryggja fæðuöryggi, eiga augljóslega ekki við. Það er heldur ekki verið að vernda hefðbundinn íslenzkan landbúnað sem stendur á aldagömlum merg – blómaræktun er tiltölulega nýleg atvinnugrein. Axel Sæland greip til loftslagsröksemdarinnar hér í blaðinu og benti á að kolefnisspor innfluttra blóma væri stærra en innlendra. Þessa röksemd er hægt að nota til að leggja ofurtolla á ótalmargar vörur, til dæmis innfluttan stein af ýmsu tagi, sem er mun þyngri í flutningi en blóm. Erum við ekki sjálfbær með grjót á Íslandi? Auðvitað er þetta gerviröksemd; það getur ekki verið að vara megi kosta hvað sem er af því að það sé svo loftslagsvænt að framleiða hana á Íslandi. Það er jafnt í þágu neytenda og verzlunarinnar í landinu að breyta þessu arfavitlausa kerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Háir innflutningstollar eru lagðir á blóm á Íslandi. Þetta kemur mögulega einhverjum á óvart, enda töluðu stjórnvöld þannig fyrir nokkrum misserum að fella ætti niður alla tolla „fyrir utan tolla á matvöru“. Eins og við vitum eru afskaplega fáir sem borða blóm. Blómatollarnir sátu engu að síður eftir þegar aðrir tollar voru felldir niður. Innflutningsverðið margfaldast Óhætt er að kalla blómatollana ofurtolla. Þeir samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur. Segjum að innflutningsverð pottaplöntu sé 300 krónur. Hún ber þá 290 krónur í toll og innflutningsverðið tvöfaldast því sem næst. Á afskorin blóm leggst 30% verðtollur og auk þess 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast. Þetta er nærtækasta skýringin á háu verði á blómum á Íslandi. Afskorin blóm í búntum, þ.e. sem blómaskreytir hefur ekki sett saman í vönd, eru tvö- til þrefalt dýrari en í nágrannalöndum okkar. Þessi vara, sem neytendur í nágrannalöndunum grípa nánast án umhugsunar með sér úr búðinni til að prýða heimili sitt, er lúxusvara á Íslandi. Tollkvótarnir duga ekki Stjórnvöld gefa tvisvar á ári út heimild til að flytja inn takmarkað magn af blómum á lægri tollum. Þá hefur ríkið af örlæti sínu gefið eftir stykkjatollinn og verðtollurinn situr eftir. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir tollkvótanum – í ár eru umsóknir innflytjenda þrefalt það magn sem er í boði – og það þýðir að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir að fá að flytja blómin inn, fer hækkandi. Fyrir síðari helming ársins er það 40-45 krónur á hvert afskorið blóm og 119-126 krónur fyrir hvert pottablóm, samkvæmt niðurstöðum útboðs sem birtar voru í vikunni. Það er farið að slaga vel upp í hina almennu ofurtolla. Vegna þess að stykkjatollur eða útboðsgjald – sem er ígildi tolls – leggst á hvert blóm, borgar sig ekki fyrir innflytjendur að flytja inn ódýrari vöru. Þeir neyðast til að flytja inn lúxusvöru, annars margfaldar stykkjatollurinn innkaupsverðið. Ein ástæðan fyrir umframeftirspurn eftir tollkvótum er að blómamarkaðurinn hefur farið stækkandi. Fólk hefur vaxandi áhuga á að skreyta híbýli sín með blómum. Vöxtur ferðaþjónustunnar þýðir margfalda eftirspurn frá hótelum og veitingahúsum á við það sem gerðist fyrir fáeinum árum. Tollkvótarnir hafa hins vegar staðið óbreyttir árum saman og innlend framleiðsla fær þannig hlutfallslega minnkandi samkeppni. Innlent annar ekki markaðnum Axel Sæland, stærsti blómabóndi landsins, hélt því fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu að innlend framleiðsla annaði eftirspurn eftir afskornum blómum og innflutningur væri óþarfur. Þetta eru hrein ósannindi. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi í samanburði við nágrannalönd og reglulega vantar blóm af þeim tegundum, þannig að blómaverslanir fá lítið eða jafnvel ekkert af því sem þær panta frá framleiðendum. Fyrir flesta stóra „blómadaga“, til dæmis mæðradag, konudag og Valentínusardag, fá blómabúðir minna af blómum en þær vilja. Við slíkar kringumstæður hefur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra heimild til að gefa út tímabundinn tollkvóta á lægri tollum. Beiðnum innflytjenda um skortkvóta er hins vegar iðulega hafnað með þeim röksemdum að innlendir framleiðendur segist eiga til nóg af blómum. Þetta er augljóslega meingallað kerfi. Hvað pottaplöntur til innanhússnota varðar, er sáralítil innlend framleiðsla á þeim; líklega helzt á jólastjörnum í lok árs. Í hvers þágu eru ofurtollarnir? Þetta er fráleit staða, hvort sem horft er til hagsmuna neytenda eða innflytjenda og seljenda blóma. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar sem lagði til að tollar yrðu felldir niður (á öllu nema mat) geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni vöru í skjóli tolla. Það gera blómaframleiðendur svikalaust. Spyrja má í hvers þágu það sé að viðhalda ofurtollum á blóm. Röksemdir, sem hafa verið notaðar fyrir háum matartollum, eins og þeir eigi að tryggja fæðuöryggi, eiga augljóslega ekki við. Það er heldur ekki verið að vernda hefðbundinn íslenzkan landbúnað sem stendur á aldagömlum merg – blómaræktun er tiltölulega nýleg atvinnugrein. Axel Sæland greip til loftslagsröksemdarinnar hér í blaðinu og benti á að kolefnisspor innfluttra blóma væri stærra en innlendra. Þessa röksemd er hægt að nota til að leggja ofurtolla á ótalmargar vörur, til dæmis innfluttan stein af ýmsu tagi, sem er mun þyngri í flutningi en blóm. Erum við ekki sjálfbær með grjót á Íslandi? Auðvitað er þetta gerviröksemd; það getur ekki verið að vara megi kosta hvað sem er af því að það sé svo loftslagsvænt að framleiða hana á Íslandi. Það er jafnt í þágu neytenda og verzlunarinnar í landinu að breyta þessu arfavitlausa kerfi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun