Þetta kemur fram í nýrri bók Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, sem kemur út í dag og fjallar um ris og fall flugfélagsins WOW air. Greint er frá efni bókarinnar á vef mbl.is.

Airbus fjárfesti einnig
Alls söfnuðust rétt rúmlega 50 milljónir evra í skuldafjárútboðinu síðastliðið haust sem auglýst var sem brúarfjármögnun fram að áformuðu frumútboði WOW air, en á þeim tíma sem útboðið var haldið hafði rekstarumhverfi WOW air versnað.Í bók Stefáns Einars kemur fram að flugvélaleigufyrirætkin Avolon og ALC hafi tekið þátt í útboðinu, sem og flugvélaframleiðandinn Airbus, félagið Reliqiuim sem er í eigu Björgólfs Thors og S9 ehf., félag í eigu Margrétar.
Sjálfur fjárfesti Skúli fyrir fimm milljónir evra, Avolon skráði sig fyrir fimm milljónum, ALC fyrir 2,5 milljónum en Airbus fjárfesti einnig fyrir sömu upphæð. Þá er Arion banki sagður hafa fjárfest fyrir 4,3 milljónir evra, félag Margrétar fyrir 1,5 milljónir evra og REA ehf, móðurfélag Airport Associates sem sá um að þjónusta WOW air á Keflavíkurflugvelli, fjárfesti fyrir eina milljón evra.

Bókin, sem ber nafnið WOW - Ris og fall flugfélags, verður kynnt á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag, þar sem höfundur fer yfir bókina auk þess sem að Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, flytur erindi um flugfélagið og áhrif þess á íslenska ferðaþjónustu.
Uppfært klukkan 10.00: Upphaflega stóð í fréttinni að félag í eigu Björgólfs Thors hafi skráð sig fyrir 3,5 milljörðum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Einari, höfundi bókarinnar, benda gögn hans til þess að um þrjár milljónir evra hafi verið að ræða. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það