Já, við höfum gengið til góðs! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2019 06:15 Við búum við heildstætt lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn í anda samtryggingar, kerfi sem þykir á margan hátt til fyrirmyndar og horft er til af erlendum sjónarhólum. Þetta er staðreynd og sérstök ástæða til að halda henni á loft nú á afmælisári þegar hálf öld er liðin frá því að fulltrúar heildarsamtaka á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning þar sem kveðið er á um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þetta gerðist 19. maí 1969 og í samningnum var jafnframt kveðið á um að jafnvægi skyldi ríkja í stjórnum lífeyrissjóðanna, það er að segja að stjórnirnar skyldu skipaðar jafnmörgum fulltrúum launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Að þessu tímamótasamkomulagi stóðu Alþýðusamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Félag íslenskra iðnrekenda. Landssamtök lífeyrissjóða sjá ástæðu til að halda upp á fimmtugsafmæli kjarasamninganna frá 1969 á samkomum í Hörpu í dag þriðjudaginn 28. maí og í Hofi á Akureyri á uppstigningardag, 30. maí. Þangað eru allir velkomnir til að njóta skemmtilegrar og fræðandi dagskrár þar sem stiklað verður á stóru í sögunni og tíðarandanum í tali, tónum og myndum. Nánari upplýsingar eru á vefnum Lífeyrismál.is. Framsýnt og víðsýnt fólk úr röðum launafólks og atvinnurekenda lagði grunn að lífeyriskerfinu og lagði mikið á sig og hagsmunasamtök sín til að lífeyrissjóðir yrðu að veruleika og þroskuðust í að verða það sem þeir eru orðnir nú. Því miður sætir lífeyrissjóðakerfið oft ómaklegri gagnrýni í opinberri umræðu, jafnvel er að því harkalega vegið og því fundið flest til foráttu. Sérstaklega tek ég nærri mér þegar vegið er að kerfinu í opinberri umræðu úr röðum forystu verkalýðshreyfingarinnar, hluta baklands lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins. Lífeyrissjóðakerfið er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það er og verður á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að vinna með ábyrgum hætti að því að endurskoða kerfið, bæta það og styrkja enn frekar til að það gegni því meginhlutverki að ávaxta fjármuni sjóðfélaga og greiða þeim lífeyri til framtíðar. Það hefur sýnt sig að samningafólkið lagði traustan samstarfsgrunn að stjórnskipulagi sjóðanna fyrir hálfri öld með því að ákveða að samtök launafólks og atvinnurekenda skyldu skipta stjórnarsætum sín á milli og sú hefð skapaðist að formaður stjórnar væri valinn til skiptis úr röðum launamanna og atvinnurekenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að farsælli samvinnu í stjórnum lífeyrissjóða. Ég hafna hugmyndum um að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og styðst þar við rök og reynslu af núverandi skipan mála svo áratugum skiptir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á málþingi Fjármálaeftirlitsins fyrir skömmu að í ráðuneyti sínu væri byrjað að vinna að undirbúningi þess að endurskoða heildarlöggjöf um lífeyrissjóði frá 1997. Verkefnið væri vandasamt, myndi taka nokkurn tíma og heppilegt væri að áfangaskipta því. Ég tek undir það en vænti þess um leið að löggjöfin verði endurskoðuð í víðtæku samráði við þá sem málið varðar, þar á meðal auðvitað Landssamtök lífeyrissjóða sem hafa innan vébanda sinna 21 lífeyrissjóð, þar af nokkra sem eru með sameiginlegt skrifstofuhald eða rekstrarsamning við banka. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyriskerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum og öryrkjum landsins. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi. Við lítum stolt um öxl og hugsum hlýlega til þeirra sem vörðuðu leiðina og áttu sinn þátt í kaflaskilum í lífeyrismálum landsmanna með kjarasamningunum 1969. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Já, svo sannarlega. Við fögnum tímamótunum best með því að strengja þess heit að halda áfram að gera gott lífeyrissjóðakerfi enn betra og sjá til þess að það svari alltaf kalli tímans í breytilegu samfélagi en staðni ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Við búum við heildstætt lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn í anda samtryggingar, kerfi sem þykir á margan hátt til fyrirmyndar og horft er til af erlendum sjónarhólum. Þetta er staðreynd og sérstök ástæða til að halda henni á loft nú á afmælisári þegar hálf öld er liðin frá því að fulltrúar heildarsamtaka á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning þar sem kveðið er á um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þetta gerðist 19. maí 1969 og í samningnum var jafnframt kveðið á um að jafnvægi skyldi ríkja í stjórnum lífeyrissjóðanna, það er að segja að stjórnirnar skyldu skipaðar jafnmörgum fulltrúum launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Að þessu tímamótasamkomulagi stóðu Alþýðusamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Félag íslenskra iðnrekenda. Landssamtök lífeyrissjóða sjá ástæðu til að halda upp á fimmtugsafmæli kjarasamninganna frá 1969 á samkomum í Hörpu í dag þriðjudaginn 28. maí og í Hofi á Akureyri á uppstigningardag, 30. maí. Þangað eru allir velkomnir til að njóta skemmtilegrar og fræðandi dagskrár þar sem stiklað verður á stóru í sögunni og tíðarandanum í tali, tónum og myndum. Nánari upplýsingar eru á vefnum Lífeyrismál.is. Framsýnt og víðsýnt fólk úr röðum launafólks og atvinnurekenda lagði grunn að lífeyriskerfinu og lagði mikið á sig og hagsmunasamtök sín til að lífeyrissjóðir yrðu að veruleika og þroskuðust í að verða það sem þeir eru orðnir nú. Því miður sætir lífeyrissjóðakerfið oft ómaklegri gagnrýni í opinberri umræðu, jafnvel er að því harkalega vegið og því fundið flest til foráttu. Sérstaklega tek ég nærri mér þegar vegið er að kerfinu í opinberri umræðu úr röðum forystu verkalýðshreyfingarinnar, hluta baklands lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins. Lífeyrissjóðakerfið er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það er og verður á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að vinna með ábyrgum hætti að því að endurskoða kerfið, bæta það og styrkja enn frekar til að það gegni því meginhlutverki að ávaxta fjármuni sjóðfélaga og greiða þeim lífeyri til framtíðar. Það hefur sýnt sig að samningafólkið lagði traustan samstarfsgrunn að stjórnskipulagi sjóðanna fyrir hálfri öld með því að ákveða að samtök launafólks og atvinnurekenda skyldu skipta stjórnarsætum sín á milli og sú hefð skapaðist að formaður stjórnar væri valinn til skiptis úr röðum launamanna og atvinnurekenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að farsælli samvinnu í stjórnum lífeyrissjóða. Ég hafna hugmyndum um að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og styðst þar við rök og reynslu af núverandi skipan mála svo áratugum skiptir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á málþingi Fjármálaeftirlitsins fyrir skömmu að í ráðuneyti sínu væri byrjað að vinna að undirbúningi þess að endurskoða heildarlöggjöf um lífeyrissjóði frá 1997. Verkefnið væri vandasamt, myndi taka nokkurn tíma og heppilegt væri að áfangaskipta því. Ég tek undir það en vænti þess um leið að löggjöfin verði endurskoðuð í víðtæku samráði við þá sem málið varðar, þar á meðal auðvitað Landssamtök lífeyrissjóða sem hafa innan vébanda sinna 21 lífeyrissjóð, þar af nokkra sem eru með sameiginlegt skrifstofuhald eða rekstrarsamning við banka. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyriskerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum og öryrkjum landsins. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi. Við lítum stolt um öxl og hugsum hlýlega til þeirra sem vörðuðu leiðina og áttu sinn þátt í kaflaskilum í lífeyrismálum landsmanna með kjarasamningunum 1969. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Já, svo sannarlega. Við fögnum tímamótunum best með því að strengja þess heit að halda áfram að gera gott lífeyrissjóðakerfi enn betra og sjá til þess að það svari alltaf kalli tímans í breytilegu samfélagi en staðni ekki.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun