Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni og komu ættingjar hans að honum þar sem hann lá við hliðina á fjórhjólinu.
Lögregla og sjúkraflutningamenn voru send á staðinn en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og úrskurðaði læknir manninn látinn á vettvangi. Þá hafði björgunarsveitin Hafliði einnig verið send á vettvang.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra er með málið til rannsóknar. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.