Andúð meirihlutans á einkabílnum er komin út í öfgar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2019 11:17 Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar