Hækka á tekjuviðmið leiguíbúða hjá Bjargi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 19:30 Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann. Húsnæðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann.
Húsnæðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira