Mesta atvinnuleysi í fimm ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 12:40 Fall Wow air hafði sérstaklega mikil áhrif á atvinnuleysi á Suðurnesjum. Fréttablaðið/Ernir Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira