Segir demókrata ekki eiga að velja frambjóðanda eftir kjörþokka Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 21:56 Julián Castro var yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Obama á árunum 2014 til 2017. Vísir/Getty Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05
Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00