Fimm fyrrverandi prestar ákærðir fyrir kynferðisbrot í Michigan 24. maí 2019 16:23 Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan. Vísir/Getty Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947. Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947.
Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira