UNICEF á Íslandi hóf á dögunum átak undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleikinn – líðum aldrei ofbeldi gegn börnum“ en að mati UNICEF er ofbeldi helsta ógnin sem steðjar að börnum á Íslandi. Sú staðhæfing er byggð á nýjum gögnum um ofbeldi gegn börnum sem unnin voru af Rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir & greining og Stígamótum. Í þeim gögnum kemur fram að 16,4% barna á Íslandi verði fyrir líkamlega eða kynferðislegum ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn, eða rúmlega 13 þúsund börn. Átakinu fylgir ákall til almennings um að ganga í breiðfylkingu fólks sem tekur afstöðu gegn ofbeldi á börnum. Hægt er að skrifa undir ákallið hér.
„Við erum einnig ánægð með hversu vel hefur verið tekið í ákall okkar af stjórnvöldum. Við höfum fengið þær fregnir að ákall okkar um Ofbeldisvarnarráð verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. Nú þurfum við að þrýsta á að þetta mikilvæga mál komist í gegn, í krafti fjöldans. Saman getum við breytt samfélaginu fyrir börnin okkar,“ sagði Bergsteinn í samtali við Heimsljós í morgun.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.