Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:09 Ingvar E. Sigurðsson í Cannes ásamt Ídu Mekkín Hlynsdóttur, sem fer með hlutverk dóttur hans í myndinni. Mynd/Pierre Caudevelle Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar. Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar.
Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56
Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein