Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 12:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna. Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna.
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira