Öðruvísi búð á Hverfisgötu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 22. maí 2019 08:00 Ágústa Hera stendur sjálf vaktina flesta daga í Mynt. Fréttablaðið/Sigrtryggur Ari Lítil en stórskemmtileg búð felur sig í kjallaranum á Hverfisgötu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi búðarinnar er Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður. Búðin heitir Mynt og þar eru seldar nýjar og notaðar vörur ásamt línunni Föðurland, sem er hönnun Ágústu. Endurvinnslustefna og sjálfbærni var henni hugleikin þegar hún hóf að vinna að stofnun búðarinnar. Upphaf Myntar var nokkuð skondið. „Það var nú eiginlega þannig að ég var að taka til í geymslunni minni. Hún var svo stútfull af fötum sem ég hef sankað að mér síðustu 20 ár. Mér fannst algjör synd að fara að fleygja þessum flottu fötum sem flest voru í mjög góðu standi. Ég notaði fötin úr geymslunni til að byrja með í búðina en þegar á leið fékk ég líka föt frá mömmu minni, dóttur, frænku og kærasta. Sum eru notuð og önnur jafnvel glæný,“ segir Ágústa Hera. Hún segir fötin úr ólíkustu áttum og að í búðinni sé að finna föt á unga sem aldna, konur jafnt og karla.Mynt er fyrst og fremst með notuð föt en inni á milli leynast nýjar flíkur.„Ég var búin að vera að svipast um eftir húsnæði í svolítinn tíma og bauðst svo þetta. Hverfisgatan er náttúrulega æðisleg staðsetning. Svo sel ég líka mína eigin hönnun hérna, Föðurlandið.“ Föðurland er lína af bolum, nærbuxum og leggings með íslenska náttúru og landakort áprentuð. Hún hefur reynst einstaklega vinsæl meðal ferðamanna sem og í gjafir til fólks sem býr erlendis.En hvaðan kemur nafnið Mynt? „Hér var myntsafnari í húsnæðinu í mörg ár svo mér fannst það liggja vel við. Það er líka æðislegur garður þarna við og það vill svo til að þar vex ótrúlega góð mynta. Svo vill líka svo skemmtilega til að þegar ég kom hingað fyrst var ég með vini mínum og við erum gjörsamlega forfallnir aðdáendur piparmyntusúkkulaðisins Pipp,“ segir Ágústa Hera hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Lítil en stórskemmtileg búð felur sig í kjallaranum á Hverfisgötu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi búðarinnar er Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður. Búðin heitir Mynt og þar eru seldar nýjar og notaðar vörur ásamt línunni Föðurland, sem er hönnun Ágústu. Endurvinnslustefna og sjálfbærni var henni hugleikin þegar hún hóf að vinna að stofnun búðarinnar. Upphaf Myntar var nokkuð skondið. „Það var nú eiginlega þannig að ég var að taka til í geymslunni minni. Hún var svo stútfull af fötum sem ég hef sankað að mér síðustu 20 ár. Mér fannst algjör synd að fara að fleygja þessum flottu fötum sem flest voru í mjög góðu standi. Ég notaði fötin úr geymslunni til að byrja með í búðina en þegar á leið fékk ég líka föt frá mömmu minni, dóttur, frænku og kærasta. Sum eru notuð og önnur jafnvel glæný,“ segir Ágústa Hera. Hún segir fötin úr ólíkustu áttum og að í búðinni sé að finna föt á unga sem aldna, konur jafnt og karla.Mynt er fyrst og fremst með notuð föt en inni á milli leynast nýjar flíkur.„Ég var búin að vera að svipast um eftir húsnæði í svolítinn tíma og bauðst svo þetta. Hverfisgatan er náttúrulega æðisleg staðsetning. Svo sel ég líka mína eigin hönnun hérna, Föðurlandið.“ Föðurland er lína af bolum, nærbuxum og leggings með íslenska náttúru og landakort áprentuð. Hún hefur reynst einstaklega vinsæl meðal ferðamanna sem og í gjafir til fólks sem býr erlendis.En hvaðan kemur nafnið Mynt? „Hér var myntsafnari í húsnæðinu í mörg ár svo mér fannst það liggja vel við. Það er líka æðislegur garður þarna við og það vill svo til að þar vex ótrúlega góð mynta. Svo vill líka svo skemmtilega til að þegar ég kom hingað fyrst var ég með vini mínum og við erum gjörsamlega forfallnir aðdáendur piparmyntusúkkulaðisins Pipp,“ segir Ágústa Hera hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira