Bankar og lífskjarasamningar Katrín Júlíusdóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun