Kvíði og dóp Sigríður Karlsdóttir skrifar 31. maí 2019 13:38 Ég hef verið kvíðin. Ég hef næstum því ælt af kvíða. Ég hef titrað, svitnað og haldið að hjartað ætlað úr mér af kvíða. Ég hef hugsað hugsanir í kvíða sem ég skil ekki af hverju ég hugsa þegar ég er ekki með kvíða. „Hvað ef flugvélin brotlendi í hafinu og ég verð étin af hákörlum?“ Ég er kvíðin þegar ég sest upp í flugvél. Ég er kvíðin þegar börnin mín ferðast með öðrum í bíl og ég er kvíðin fyrir aðgerðum. Í gær horfði ég á þáttinn á RÚV sem heitir „Lof mér að lifa.“ Hann var áhugaverður, átakanlegur, sorglegur og fróðlegur. Hann veitti mér ákveðna sýn sem mig langar að deila með ykkur. „Allt þetta fólk sem við töluðum við og voru í harðri neyslu, áttu það sameiginlegt að vera með mikinn langvarandi KVÍÐA og hafa ekki fengið nægjanlega góð tengsl innan fjölskyldu sinnar.“ Læknar hafa dælt út í samfélagið morfíni og öðrum ópíum skyldum lyfjum vegna allskonar ástæðna. Sumar ástæðurnar eru skiljanlegar. Aðrar ekki. Ég horfði líka á þátt í vetur sem fjallaði um svæði í Virgíníu, að mig minnir, þar sem ¼ hluti íbúa voru háðir einhverskonar fíkniefnum og voru í harðri neyslu. Þar, var einmitt ástæðan sú að læknar höfðu dælt út lyfjum og svo tóku yfirvöld í taumana og settu stólinn fyrir dyrnar. Eftir sátu fíklarnir. Berjast um hverja pillu. Gera ALLT fyrir næsta skammt. Ferlið hljómar kunnulega. Ég tók líka eftir því í þættinum „Lof mér að lifa“ kom fram að Ísland er í öðru sæti yfir dauða tengdum ofneyslu lyfja í heiminum. Stórasta land í heimi með mörg heimsmet. Við greinlega gerum allt með trompi. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að mér finnst við ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Við eyðum brjáluðum pening í forvarnir. Við tölum um vandamálið. Tökum andköf. Horfum með tárin í augunum á þetta fólk. Skiptum svo um stöð. Þetta er hræðilegt segjum við. Yfirvöld herða reglur. Yfirvöld njósna um lækna. Setjum upp kerfi sem gerir það að verkum að þessar pillur fari ekki í umferð! Útrýmum vandanum með því að taka dópið.. Setjum unglinginn í straff! Við sem þekkjum unglinga - vitum að ef við setjum þá í straff, þá strjúka þeir sem ætla sér að strjúka. Sama hvað. Eftir sitja týndar sálir sem gera ALLT til að fá næsta skammt. Við vitum alveg ef mjólkin útí búð væri takmörkuð færi fólk að hamstra og selja á svörtu. Ef framboð er lítið þá er slegist. Líka um dópið. Nú ætla ég að segja: Ég held að vandamálið sjálft er ekki dópið! Það er afleiðingin. Það er sýnilegi hlutinn. Það er útkoman. Birtingamyndin. VANDAMÁLIÐ er hins vegar í flestum tilfellum áralöng vanlíðan ungmenna sem kunna ekki önnur ráð en að slökkva þessa ógeðslegu tilfinningu sem herjar á þau: Kvíðann. Ungmenni í vellíðan og með rými til að vinna úr því sem lífið hendir til þeirra, er í miklu minni hættu að velja sér skaðlegar aðstæður. Ég ætla ekki að gerast svo djörf að alhæfa. Ég þekki fullt af dæmum þar sem ungt fólk ekki í neyslu lætur undan þrýstingi og tekur inn og veikist illa eða fellur frá. Ég þekki líka fullt af fíklum. Allskonar fíklum. Yndislegt fók eins og við erum felst í grunninn. ÖLL eiga þau sameiginlegt að hafa upplifað áföll, kvíða og aðrar sársaukafullar tilfinningar í æsku (kjölfar eineltis, ústkúfun, misnotkunar, ástleysis foreldra eða annarra áfalla.) Og hafa ekki fengið tækifæri til að vinna úr þeim. Tilfinningin: „Ég er ekki nóg“ hjá ungmenni sem hefur ekki fengið uppörvandi uppeldi getur komið í kjölfari á ljótum orðum á netinu. Oft þarf ekki mikið til, ef grunnurinn er ekki sterkur. Hugsið ykkur - ef peningarnir væru lagðir í það eitt að vinna með kvíðann hjá þessum ungmennum. Setja alla okkar orku í heimilin og skólana. Leyfa nemendum að tjá sig - kenna þeim að tala um tilfinningar - kenna þeim að vinna úr þeim - kenna þeim að það sem þeir hugsa er eðlilegt og geta sagt upphátt með reisn: „Mér liður ekki vel ég þarf hjálp!“ Og það er í alvöru til hjálp sem lætur kvíðann fara eða minnkar hann. Ég er ekki það einföld að halda að ef við leysum úr flækjum og tilfinningum unglinga þá lifum við í dóplausum heimi. En ég held að þarna sé réttur staður til að byrja á. Getið þið ímyndað ykkur að vera með stanslausan kvíða frá morgni til kvölds, fá ekki rými til að tala um hann eða vinna á honum og prófa svo efni sem gefur ykkar andartaks-frið frá því ástandi. Ég hugsa að ég myndi freistast. Ég held að við þurfum að hætta að reyna slökkva elda og fara að vökva garðinn okkar. Svo hann þorni ekki upp og brenni. Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið kvíðin. Ég hef næstum því ælt af kvíða. Ég hef titrað, svitnað og haldið að hjartað ætlað úr mér af kvíða. Ég hef hugsað hugsanir í kvíða sem ég skil ekki af hverju ég hugsa þegar ég er ekki með kvíða. „Hvað ef flugvélin brotlendi í hafinu og ég verð étin af hákörlum?“ Ég er kvíðin þegar ég sest upp í flugvél. Ég er kvíðin þegar börnin mín ferðast með öðrum í bíl og ég er kvíðin fyrir aðgerðum. Í gær horfði ég á þáttinn á RÚV sem heitir „Lof mér að lifa.“ Hann var áhugaverður, átakanlegur, sorglegur og fróðlegur. Hann veitti mér ákveðna sýn sem mig langar að deila með ykkur. „Allt þetta fólk sem við töluðum við og voru í harðri neyslu, áttu það sameiginlegt að vera með mikinn langvarandi KVÍÐA og hafa ekki fengið nægjanlega góð tengsl innan fjölskyldu sinnar.“ Læknar hafa dælt út í samfélagið morfíni og öðrum ópíum skyldum lyfjum vegna allskonar ástæðna. Sumar ástæðurnar eru skiljanlegar. Aðrar ekki. Ég horfði líka á þátt í vetur sem fjallaði um svæði í Virgíníu, að mig minnir, þar sem ¼ hluti íbúa voru háðir einhverskonar fíkniefnum og voru í harðri neyslu. Þar, var einmitt ástæðan sú að læknar höfðu dælt út lyfjum og svo tóku yfirvöld í taumana og settu stólinn fyrir dyrnar. Eftir sátu fíklarnir. Berjast um hverja pillu. Gera ALLT fyrir næsta skammt. Ferlið hljómar kunnulega. Ég tók líka eftir því í þættinum „Lof mér að lifa“ kom fram að Ísland er í öðru sæti yfir dauða tengdum ofneyslu lyfja í heiminum. Stórasta land í heimi með mörg heimsmet. Við greinlega gerum allt með trompi. Ástæðan fyrir því að ég er að tala um þetta er að mér finnst við ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Við eyðum brjáluðum pening í forvarnir. Við tölum um vandamálið. Tökum andköf. Horfum með tárin í augunum á þetta fólk. Skiptum svo um stöð. Þetta er hræðilegt segjum við. Yfirvöld herða reglur. Yfirvöld njósna um lækna. Setjum upp kerfi sem gerir það að verkum að þessar pillur fari ekki í umferð! Útrýmum vandanum með því að taka dópið.. Setjum unglinginn í straff! Við sem þekkjum unglinga - vitum að ef við setjum þá í straff, þá strjúka þeir sem ætla sér að strjúka. Sama hvað. Eftir sitja týndar sálir sem gera ALLT til að fá næsta skammt. Við vitum alveg ef mjólkin útí búð væri takmörkuð færi fólk að hamstra og selja á svörtu. Ef framboð er lítið þá er slegist. Líka um dópið. Nú ætla ég að segja: Ég held að vandamálið sjálft er ekki dópið! Það er afleiðingin. Það er sýnilegi hlutinn. Það er útkoman. Birtingamyndin. VANDAMÁLIÐ er hins vegar í flestum tilfellum áralöng vanlíðan ungmenna sem kunna ekki önnur ráð en að slökkva þessa ógeðslegu tilfinningu sem herjar á þau: Kvíðann. Ungmenni í vellíðan og með rými til að vinna úr því sem lífið hendir til þeirra, er í miklu minni hættu að velja sér skaðlegar aðstæður. Ég ætla ekki að gerast svo djörf að alhæfa. Ég þekki fullt af dæmum þar sem ungt fólk ekki í neyslu lætur undan þrýstingi og tekur inn og veikist illa eða fellur frá. Ég þekki líka fullt af fíklum. Allskonar fíklum. Yndislegt fók eins og við erum felst í grunninn. ÖLL eiga þau sameiginlegt að hafa upplifað áföll, kvíða og aðrar sársaukafullar tilfinningar í æsku (kjölfar eineltis, ústkúfun, misnotkunar, ástleysis foreldra eða annarra áfalla.) Og hafa ekki fengið tækifæri til að vinna úr þeim. Tilfinningin: „Ég er ekki nóg“ hjá ungmenni sem hefur ekki fengið uppörvandi uppeldi getur komið í kjölfari á ljótum orðum á netinu. Oft þarf ekki mikið til, ef grunnurinn er ekki sterkur. Hugsið ykkur - ef peningarnir væru lagðir í það eitt að vinna með kvíðann hjá þessum ungmennum. Setja alla okkar orku í heimilin og skólana. Leyfa nemendum að tjá sig - kenna þeim að tala um tilfinningar - kenna þeim að vinna úr þeim - kenna þeim að það sem þeir hugsa er eðlilegt og geta sagt upphátt með reisn: „Mér liður ekki vel ég þarf hjálp!“ Og það er í alvöru til hjálp sem lætur kvíðann fara eða minnkar hann. Ég er ekki það einföld að halda að ef við leysum úr flækjum og tilfinningum unglinga þá lifum við í dóplausum heimi. En ég held að þarna sé réttur staður til að byrja á. Getið þið ímyndað ykkur að vera með stanslausan kvíða frá morgni til kvölds, fá ekki rými til að tala um hann eða vinna á honum og prófa svo efni sem gefur ykkar andartaks-frið frá því ástandi. Ég hugsa að ég myndi freistast. Ég held að við þurfum að hætta að reyna slökkva elda og fara að vökva garðinn okkar. Svo hann þorni ekki upp og brenni. Kærleikur, SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun