Er allt að springa vegna Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 13:07 Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun