Um lof, last og bullyrðingar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 12:02 Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun