Skipstjórinn handtekinn vegna harmleiksins í Búdapest Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 22:16 Skemmtiferðaskipið Viking Sigyn. Vísir/Getty Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri. Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03
Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24