Óli Kristjáns: Allt í lagi að benda á hluti án þess að fólk tali um væl Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. maí 2019 18:48 Ólafur Kristjánsson vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31
Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00