Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2019 11:14 Fyrirtæki í farþegaþjónustu þurfa að leita sér hagræðingarkosta. Vísir/Vilhelm Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. „Við höfum verið að horfa á um 14% samdrátt á árinu í fjölda ferðamanna. Þetta er í góðu samhengi við það sem við höfum verið að sjá,“ sagði Jóhannes. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, metur sem svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár fækki um 388 þúsund á milli ára og verði 1927 þúsund. Þá er talið að skiptifarþegum fækki um 43% eða úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. Þar munar tæplega 1,7 milljónum skiptifarþega og er sá mikli munur rakinn að mestu til brotthvarfs flugfélagsins WOW Air af markaði. Fjöldi ferðamanna fækkar því um tæp 400 þúsund á árinu og því er augljós samdráttur í vændum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa því að leita hagræðingarkosta sökum minnkandi tekjumöguleika. „Fyrirtæki hafa undanfarin ár verið að kjarna starfsemi sína og leita hagræðingarkosta. Þessi niðursveifla er kannski töluvert meiri en menn voru að sjá fyrir sér, ég geri ráð fyrir að nú þurfi að leita enn frekari hagræðingarkosta og hugsanlega einhverskonar samþjöppunar á markaðnum,“ segir Jóhannes og bætir við að slíkir kostir gætu orðið erfiðir fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda séu fjöldi þeirra lítil fjölskyldufyrirtæki „Það er ekki eins og þetta séu stór fyrirtæki sem eiga auðvelt með að sameinast“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka FerðaþjónustunnarVísir/VilhelmNiðursveifla muni hafa ýktari áhrif á landsbyggðina Jóhannes telur að niðursveiflan muni, líkt og aðrar sveiflur í ferðaþjónustu, hafa ýktari áhrif á landsbyggðina og þeim mun meiri sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Lítill hluti ferðamanna haldi nú þegar á Austurland, Norðurland og Vestfirði. „Við sjáum að það eru ekki nema 23% sem ferðast um Austurland, 27% um Norðurland og 10-12% ferðamanna ferðast um Vestfirði, við gerum ráð fyrir að þegar ferðamönnum fækkar uni þetta hafa svipuð áhrif og yfirleitt í sveiflum á landsbyggðina.“ Jóhannes segir þó að ekki sé hægt að horfa eingöngu á fjöldatölurnar í þessu samhengi, hafa þurfi í huga hvernig samsetning ferðamannahópa er. „Evrópubúar, sérstaklega frá Mið-Evrópu, eru líklegri til að ferðast meira um landið, fara víðar og lengra út af hringveginum en til dæmis ferðamenn frá Norður-Ameríku,“ segir Jóhannes Þór.Almennt minnkandi eftirspurn er áhyggjuefni Fall WOW Air á vormánuðum hefur haft fækkun flugsæta í för með sér, minna framboð hefur haft áhrif á farþegaspá en þá hefur einnig gætt þess að erlend flugfélög felli niður ferðir sökum dræmrar eftirspurnar. Jóhannes segir minnkandi eftirspurn vera áhyggjuefni. „Það virðist vera almennt minnkandi eftirspurn, við sjáum það til dæmis hjá Delta og EasyJet, sem eru að fella niður ferðir vegna, að sögn minnkandi eftirspurnar. Það skiptir máli núna hvernig við horfum inn í næstu mánuði og næsta eitt og hálft ár varðandi grunn að markaðssetningu fyrir landið sem ferðaáfangastað. Það skiptir mjög miklu máli hvernig það er hugsað og útfært,“ segir Jóhannes. Flugframboðið hafi þó haft mest áhrif á spána. „Það eru náttúrulega fyrst og fremst eru stærri áhrif að koma fram núna vegna flugframboðs. Íslensk ferðaþjónusta er mjög háð flugframboði af augljósum ástæðum, þannig að ef flugframboð minnkar skyndilega eins og það hefur gert núna tekur það tíma að vinna það upp við vitum það að sjálfbær áfangastaður vinnur það upp með tímanum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. „Við höfum verið að horfa á um 14% samdrátt á árinu í fjölda ferðamanna. Þetta er í góðu samhengi við það sem við höfum verið að sjá,“ sagði Jóhannes. Isavia, rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, metur sem svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár fækki um 388 þúsund á milli ára og verði 1927 þúsund. Þá er talið að skiptifarþegum fækki um 43% eða úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. Þar munar tæplega 1,7 milljónum skiptifarþega og er sá mikli munur rakinn að mestu til brotthvarfs flugfélagsins WOW Air af markaði. Fjöldi ferðamanna fækkar því um tæp 400 þúsund á árinu og því er augljós samdráttur í vændum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa því að leita hagræðingarkosta sökum minnkandi tekjumöguleika. „Fyrirtæki hafa undanfarin ár verið að kjarna starfsemi sína og leita hagræðingarkosta. Þessi niðursveifla er kannski töluvert meiri en menn voru að sjá fyrir sér, ég geri ráð fyrir að nú þurfi að leita enn frekari hagræðingarkosta og hugsanlega einhverskonar samþjöppunar á markaðnum,“ segir Jóhannes og bætir við að slíkir kostir gætu orðið erfiðir fyrirtækjum í ferðaþjónustu enda séu fjöldi þeirra lítil fjölskyldufyrirtæki „Það er ekki eins og þetta séu stór fyrirtæki sem eiga auðvelt með að sameinast“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka FerðaþjónustunnarVísir/VilhelmNiðursveifla muni hafa ýktari áhrif á landsbyggðina Jóhannes telur að niðursveiflan muni, líkt og aðrar sveiflur í ferðaþjónustu, hafa ýktari áhrif á landsbyggðina og þeim mun meiri sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Lítill hluti ferðamanna haldi nú þegar á Austurland, Norðurland og Vestfirði. „Við sjáum að það eru ekki nema 23% sem ferðast um Austurland, 27% um Norðurland og 10-12% ferðamanna ferðast um Vestfirði, við gerum ráð fyrir að þegar ferðamönnum fækkar uni þetta hafa svipuð áhrif og yfirleitt í sveiflum á landsbyggðina.“ Jóhannes segir þó að ekki sé hægt að horfa eingöngu á fjöldatölurnar í þessu samhengi, hafa þurfi í huga hvernig samsetning ferðamannahópa er. „Evrópubúar, sérstaklega frá Mið-Evrópu, eru líklegri til að ferðast meira um landið, fara víðar og lengra út af hringveginum en til dæmis ferðamenn frá Norður-Ameríku,“ segir Jóhannes Þór.Almennt minnkandi eftirspurn er áhyggjuefni Fall WOW Air á vormánuðum hefur haft fækkun flugsæta í för með sér, minna framboð hefur haft áhrif á farþegaspá en þá hefur einnig gætt þess að erlend flugfélög felli niður ferðir sökum dræmrar eftirspurnar. Jóhannes segir minnkandi eftirspurn vera áhyggjuefni. „Það virðist vera almennt minnkandi eftirspurn, við sjáum það til dæmis hjá Delta og EasyJet, sem eru að fella niður ferðir vegna, að sögn minnkandi eftirspurnar. Það skiptir máli núna hvernig við horfum inn í næstu mánuði og næsta eitt og hálft ár varðandi grunn að markaðssetningu fyrir landið sem ferðaáfangastað. Það skiptir mjög miklu máli hvernig það er hugsað og útfært,“ segir Jóhannes. Flugframboðið hafi þó haft mest áhrif á spána. „Það eru náttúrulega fyrst og fremst eru stærri áhrif að koma fram núna vegna flugframboðs. Íslensk ferðaþjónusta er mjög háð flugframboði af augljósum ástæðum, þannig að ef flugframboð minnkar skyndilega eins og það hefur gert núna tekur það tíma að vinna það upp við vitum það að sjálfbær áfangastaður vinnur það upp með tímanum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira