Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júní 2019 18:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún. WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún.
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07