Segir ekkert benda sterklega til að hvalaprump hafi slæm áhrif á umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 12:24 Edda Magnúsdóttir, doktor í líffærði, svaraði áleitinni spurningu á Vísindavef Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, hefur svarað áleitinni spurningu sem leitaði á Júlíus Ívarsson sem vildi fá svar við því hvort að hvalir prumpi og hvort það valdi mikilli losun metangass sem veldur hlýnun jarðar.Svarið birtist á Vísindavef Háskóla Íslands í dag en þar kemur fram að langflest spendýr og fjölmörg skriðdýr prumpa og ropa. Helstu lofttegundir í prumpi og ropi eru lyktarlausar; gastegundir eins og súrefni, nitur, koltvíoxíð, vetni og metan. Lyktin stafar helst af brennisteinssameindum sem tilteknar bakteríur mynda. Af þessum gastegundum er metan áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Í svari Eddu kemur fram að ekki sé vitað hversu mikið metan hvalir losa á tímaeiningu. Ástæðan fyrir því er sú að ekki er hlaupið að því að rannsaka vindgang hvala, enda dvelja dýrin neðansjávar stærsta hluta ævinnar og gaslosunin þar að auki alls ekki auðsjáanleg hjá hvölum. Þó óvissa sé enn þónokkur þykir engu að síður ljóst að skíðishvalir eru mun líklegri til að framleiða mikið metan heldur en tannhvalir. Líklega má rekja það til ólíkrar fæðu þar sem skíðishvalir þurfa margir að melta tormeltanlegar kítínskeljar átunnar, en til þess er gerjun mikilvæg, á meðan tannhvalir nærast mestmegnis á auðmeltanlegri fiski. Edda bendir þó á að þrátt fyrir mikla líkamsstærð sé ekkert sem bendi sterklega til þess að gaslosun hvala hafi slæm áhrif á umhverfið, enda er fjöldi flestra hvalategunda langtum minni en fyrir upphaf hvalveiða. „Fjölmargar dýrategundir, bæði meðal skriðdýra og spendýra, losa mikið metan samhliða meltingu fæðu sinnar. Sem dæmi losa krókódílar og risasnákar mikið af metani, einnig jarðsvín og mauraætur. Því er ljóst að metanlosun er hluti af eðlilegri hringrás kolefnis á jörðinni. Líklega eru áhrif þessara metanlosandi dýra hverfandi samanborið við þá gríðarlegu losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af nautgriparækt og jarðefnaeldsneytisbruna flugvéla, bíla og verksmiðja,“ segir í svari Eddu. Dýr Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, hefur svarað áleitinni spurningu sem leitaði á Júlíus Ívarsson sem vildi fá svar við því hvort að hvalir prumpi og hvort það valdi mikilli losun metangass sem veldur hlýnun jarðar.Svarið birtist á Vísindavef Háskóla Íslands í dag en þar kemur fram að langflest spendýr og fjölmörg skriðdýr prumpa og ropa. Helstu lofttegundir í prumpi og ropi eru lyktarlausar; gastegundir eins og súrefni, nitur, koltvíoxíð, vetni og metan. Lyktin stafar helst af brennisteinssameindum sem tilteknar bakteríur mynda. Af þessum gastegundum er metan áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Í svari Eddu kemur fram að ekki sé vitað hversu mikið metan hvalir losa á tímaeiningu. Ástæðan fyrir því er sú að ekki er hlaupið að því að rannsaka vindgang hvala, enda dvelja dýrin neðansjávar stærsta hluta ævinnar og gaslosunin þar að auki alls ekki auðsjáanleg hjá hvölum. Þó óvissa sé enn þónokkur þykir engu að síður ljóst að skíðishvalir eru mun líklegri til að framleiða mikið metan heldur en tannhvalir. Líklega má rekja það til ólíkrar fæðu þar sem skíðishvalir þurfa margir að melta tormeltanlegar kítínskeljar átunnar, en til þess er gerjun mikilvæg, á meðan tannhvalir nærast mestmegnis á auðmeltanlegri fiski. Edda bendir þó á að þrátt fyrir mikla líkamsstærð sé ekkert sem bendi sterklega til þess að gaslosun hvala hafi slæm áhrif á umhverfið, enda er fjöldi flestra hvalategunda langtum minni en fyrir upphaf hvalveiða. „Fjölmargar dýrategundir, bæði meðal skriðdýra og spendýra, losa mikið metan samhliða meltingu fæðu sinnar. Sem dæmi losa krókódílar og risasnákar mikið af metani, einnig jarðsvín og mauraætur. Því er ljóst að metanlosun er hluti af eðlilegri hringrás kolefnis á jörðinni. Líklega eru áhrif þessara metanlosandi dýra hverfandi samanborið við þá gríðarlegu losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af nautgriparækt og jarðefnaeldsneytisbruna flugvéla, bíla og verksmiðja,“ segir í svari Eddu.
Dýr Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira