Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2019 11:53 Svo virðist sem Jónas og hans menn ætli ekki að hleypa Heiðveigu Maríu uppá dekk. Og beita öllum brögðum í þeim efnum. Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57