Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2019 14:13 Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen. Guide to Iceland Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Fréttablaðið greinir frá. Öðru starfsfólki hefur verið gert að lækka laun sín, mismikið þó. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun. Davíð Ólafur Ingimarsson, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, segir stjórnendur sömuleiðis hafa lækkað laun sín. Höggið sé mikið eftir fall WOW og þau finni fyrir að ferðaþjónustumarkaðurinn sé að dragast saman. Auk falls WOW air nefnir hann hátt verðlag á Íslandi, versnandi heimsefnahag, Brexit og minnkandi kaupmátt. Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir árið 2018 og var 600 milljóna króna arður greiddur til hluthafa. Þar af fóru rúmar 300 milljónir til stærsta hluthafans Ingólfs Abraham Shahin sem á 55 prósenta hlut í félaginu. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Guide to Iceland kaupir Bungalo Starfsemi Bungalo hefur nú alfarið flust til höfuðstöðva Guide to Iceland í Borgartúni 29, en Bungalo mun þó áfram verða rekið sem sjálfstætt félag. 27. október 2017 11:28 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Fréttablaðið greinir frá. Öðru starfsfólki hefur verið gert að lækka laun sín, mismikið þó. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun. Davíð Ólafur Ingimarsson, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, segir stjórnendur sömuleiðis hafa lækkað laun sín. Höggið sé mikið eftir fall WOW og þau finni fyrir að ferðaþjónustumarkaðurinn sé að dragast saman. Auk falls WOW air nefnir hann hátt verðlag á Íslandi, versnandi heimsefnahag, Brexit og minnkandi kaupmátt. Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir árið 2018 og var 600 milljóna króna arður greiddur til hluthafa. Þar af fóru rúmar 300 milljónir til stærsta hluthafans Ingólfs Abraham Shahin sem á 55 prósenta hlut í félaginu.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Guide to Iceland kaupir Bungalo Starfsemi Bungalo hefur nú alfarið flust til höfuðstöðva Guide to Iceland í Borgartúni 29, en Bungalo mun þó áfram verða rekið sem sjálfstætt félag. 27. október 2017 11:28 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Guide to Iceland kaupir Bungalo Starfsemi Bungalo hefur nú alfarið flust til höfuðstöðva Guide to Iceland í Borgartúni 29, en Bungalo mun þó áfram verða rekið sem sjálfstætt félag. 27. október 2017 11:28
Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27
Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00
Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30