Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 11:46 John Cornyn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Texas, (t.v.) og Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, eru ekki sáttir við boðaða tolla Trump á Mexíkó. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert embættismönnum Hvíta hússins ljóst að þeir séu tilbúnir til að gera Donald Trump forseta afturreka með refsitolla á mexíkóskar vörur sem hann hefur ítrekað hótað að leggja á. Uppreisnarmennirnir gætu verið nógu margir til að ógilda neitunarvald forsetans. Trump forseti hefur ítrekað hótað því að leggja toll á mexíkóskar vörur til þess að knýja stjórnvöld í nágrannalandinu til að koma í veg fyrir að fólk frá Mið-Ameríku reyni að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna þaðan. Tollarnir gætu tekið gildi á mánudag. Þær hótanir hafa ekki fallið í kramið hjá þingmönnum repúblikana sem aðhyllast enn almennt séð hugmyndafræði frjálsra viðskipta þrátt fyrir að forsetinn hafi rekið einangrunar- og haftastefnu að mörgu leyti frá því að hann tók við embætti.New York Times segir að öldungadeildarþingmenn flokksins hafi gengið argir af fundi með embættismönnum Hvíta hússins á þriðjudag þar sem farið var yfir lagalegan grundvöll ákvörðun Trump um að leggja tollana á. Hún byggir á yfirlýsingu hans um neyðarástand á landamærunum fyrr á þessu ári. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Texas, er sagður hafa sagt embættismönnum að koma þeim skilaboðum til Hvíta hússins að ekki einn einasti þingmaður flokksins væri fylgjandi tollunum. Texas yrði fyrir einna mestum áhrifum af innflutningstollunum og kallaði Cruz þá 30 milljarða dollara skattahækkun á íbúa ríkisins. „Við erum að miða byssu að eigin höfði,“ segir John Cornyn, hinn öldungdeildarþingmaður Texas sem einnig er repúblikani.Flutningabílar bíða tollskoðunar á landamærunum að Bandaríkjunum í Tijuana í Mexíkó.Vísir/EPAFunda um framhaldið í dag Öldungadeildin, þar sem repúblikanar fara með meirihluta, gæti í framhaldinu samþykkt að koma í veg fyrir tollana. Trump væri líklegur til að beita neitunarvaldi sínu geng slíkri samþykkt. Repúblikanarnir eru sagðir hafa hótað Hvíta húsinu því að safna meirihluta til að ógilda neitunarvald forsetans. Aukinn meirihluta þarf til að ógilda neitunarvaldið. Það yrði stærsta uppreisnin í eigin flokki sem Trump hefur þurft að glíma við sem forseti. „Það er ekki mikill stuðningi við tolla í þingflokknum mínum, svo mikið er víst,“ segir Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, við Washington Post. Hótanir samflokksmanna hans virtust lítið bíta á Trump forseta sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær. Á blaðamannafundi þar sagði hann að repúblikanar væru „flón“ ef þeir reyndu að stöðva tollana á Mexíkó. Mexíkóskir og bandarískir embættismenn ætla að funda um tollana í dag. Mike Pence, varaforseti, tekur meðal annars þátt í þeim viðræðum. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, sagði í gær að ríkisstjórn hans ætlaði að leggja fram tillögu á fundinum til að friða bandarísk stjórnvöld. Hann ætti von á að samkomulag næðist áður en tollarnir tækju gildi. Washington Post segir engu að síður að mexíkósk stjórnvöld hafi átt erfitt með að átta sig á því hvers Hvíta húsið krefðist af þeim gegn því að hætta við tollana. Bandarískir embættismenn hafi ekki viljað segja nákvæmlega hvað Trump forseti vilji.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Býst við samningi um innflytjendur áður en tollar taka gildi Forseti Mexíkó segir tillögu í innflytjendamálum verða lagða fyrir bandaríska embættismenn á fundi á morgun. 4. júní 2019 13:49