Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 06:15 Hlutabréf í Marel hafa hækkað um 55 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/EPA Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira