Dramað í Passíusálmunum Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun